Kílóatap á útsölu?

Ég viðurkenni að eftir að ég átti mitt síðasta barn, hefur verið talsvert erfitt að ná af sér aukakílóunum 22 sem skullu á mér. Finnst þó aðeins verið farið að ganga á þau núna bara síðustu vikuna, enda á danska kúrnum.

Hef prófað þá marga. Fjölþjóðakúrinn minn fannst mér bestur en hann hélt fæðingarkílóunum alveg pikkföstum. Hann samanstóð af Ota hafragraut á morgnana = danskur, Kebap í hádeginu = tyrkneskur, kók með =amerískur,  kvöldið samanstóð svo kannski af steiktum fiski  og rauðum kartöflum = íslenskur.

Mér hættir til að kaupa allan fjandann með það fyrir augum að tapa kílóum, hver hefur svo sem ekki farið á sítrónukúrinn, þar til glerungurinn var við það að falla í frjálsu falli af tönnum. Ég prufaði Skarsdale. Ég svaf nokkrar nætur í svörtum plastpoka til að tapa vatni...(ekki gott þegar síminn hringdi um miðja nótt og ég gleymdi að ég væri í ruslapoka) Herbalife, plástrar! já einmitt þeir taka þetta yfir nóttina segja þeir sem selja, eina sem ég varð vör við að ég grenntist um 0,002 míkrógrömm, eða sem svarar þyngd plástursins þegar ég reif hann af.

Ég sá auglýst í heilsuræktinni minni. SOGÆÐANUDD sem mundi losa mann strax við 1.5 kg. ég hentist að borðinu æst og rjóð í kinnum svo ég mundi nú ekki missa af þessu og pantaði strax 3 kg. þ.e. 2 nuddtíma. 

Nú mér var sagt að fara úr öllu (ég fékk það svo staðfest hjá vinkonu minni síðar sem hafði farið að svo átti að gera) Öllu spurði ég aum, en ég er ekkert sérlega spennt að vera ber hjá einhverjum nuddgæja. Já öllu sagði stúlkan í afgreiðslunni, en farðu í þenna slopp og þessa "flippflopsa" eða hvað þeir nú heita skórnir sem eru eins og bréf.

Hálf berskjölduð kom ég að nuddstofunni, og nuddarinn var pólskur (ekki fordómar, er svo sem sama hvort nuddarar séu færeyskir, Búrmískir bara ef ég skil þá og þeir mig.)

Lei dán on jor stommek" sagði hann og ég lagðist varlega með 2 handklæði yfir mér eitt yfir baki og annað yfir neðrihlutanum. Ég var nú ánægð með það. Svo byrjaði hann að nudda og nuddaði með þvílíku offorsi að ég fékk samstundis legusár eða núningssár á hnén og svo þeyttist handklæðið af bakinu og lenti á gólfinu.

Ég hélt hinu með annarri hendinni og hina þurfi ég að nota til að fleygjast ekki útaf bekknum. Ég er nú langt því frá að vera eitthvað fis, en önnur höndin dugði ekki svo ég þurti að sleppa handklæðinu á neðri helmingnum og þá segir vinurinn: "where is the other towell?" (hélt hann að ég hefði stungið því í vasann sem ég var ekki með) I don´t know mjálmaði ég ámátlega, en þó feginn að hann sleppti löppinni sem snöggvast. "Where did you put the towel?" Maybeonðeflor sagði ég lágt og leið eins og ég hefði verið að fremja glæp.

Hann var nú frekar móðgaður og sótti handklæðið og henti því á bakið á mér og ég notaði báðar hendurnar til að halda meintum handklæðum á baki og rassi. Nú fékk ég þó bara sár á olnbogana eða nuddsár, þar sem ég var alveg stíf af kvölum.

Aumari en allt sem ég hef áður upplifað, skjögraði ég niður af bekknum, eftir nuddið og hugsaði (AFPANTA NÆSTU KG/NUDD) öll í sárum og rauð á lærum og fótum, sem átti eftir að breytast í svart mar. Vindur ekki vinurinn sér að mér og sagði í  pirruðum tón. Next tim not so naket please!!!!Wott var ég að brjóta af mér?? Var ég í falinni myndavél? . Ég vældi áfram ámátlega að stelpurnar hefðu sagt mér að fara úr öllu. Kannski ég fari í nærbuxum næst svo ég geti nú stolið handklæðunum báðum. Eða verður næst? Held ekki! Ég held ég sé alveg að ná mér að nuddmeiðslunum hálfu ári síðar, en fæðingarkílóin eru nú enn á sínum stað enda dóttirin bara 27 ára, kannski ég fái mér bara plástur aftur.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ansy Björg

hahahahhahaha jesus ég á ekki til orð, er einmitt að byrja á mínum fyrsta "diet" held ég velji bara þennan með plásturinn hljómar auðvelt!

Ansy Björg, 29.9.2011 kl. 22:29

2 Smámynd: www.zordis.com

Eins gott að þú fórst ekki í Brasíleiskt nudd thi hi hi ....  Ég er líkl. búin að prófa þá flesta kúrana með misgóðum árangri.

Svenson kúrinn svínvirkaði enda átti að borða pillur annanhvern dag (útskýrir pillufóbíuna sem ég bý yfir í dag)

Ítalski mænestrón kúrinn tætti hold af konu, hafði ótrúlegt úthald!

Rauðvínskúrinn virkaði fæn nema að ég var með ógleði fyrst á morgnanna ...

Besti kúrinn er svo Klött kúrinn (blóðtappakúrinn) hrynur alveg af mér.  Held ég láti það vera minn síðasta kúr í bili

www.zordis.com, 29.9.2011 kl. 22:31

3 identicon

Já Anna mín, skrifað í tilefni þínum fyrsta kúr...læk mother læk daughter....Þórdís já er klöttkúrinn svona öflugur? Gleymdi mér á hvítvínskúrnum, því þeim mun meira hvítvín sem maður átti að drekka, því meira átti að hrynja af manni....man ekki eftir neinu frá því tímabili.....

Guðlaug Baldursdóttir (IP-tala skráð) 29.9.2011 kl. 23:11

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Brjálæðingurinn þinn, en þú slærð mér ekki við mínus naked session hjá ðe nuddara.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.9.2011 kl. 23:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband