Kókhaldari veit fólk hvað það er???

Ég er meðvirk, hef svo oft rekist á það, hef alveg reynt að fara og "afmeðvirkjast" en svo koma svona atvik sem ég bregst við eins og ég ætti ekki að gera ef ég hefði alveg stjórn á meðvirkninni, sem mér finnst reyndar reglulega leiðinlegt orð.

Ég var með saumaklúbb, þegar berlega kom í ljós hversu meðvirk ég var, en ég fékk símtal um tíuleytið og svaraði eins og ekkert hefði í skorist: "já gott mál elskan þú kemur þá bara heim, þegar búið er að skera þig úr bíóinu" svo settist ég bara og ætlaði að fara að spjalla. Stelpurnar vildu nú fá að vita hverju þetta svar mitt sætti. Ég sagði þá bara að "skaðræðið" sonur minn væri fastur í sætishöldu í bíói og verið væri að bíða eftir slökkviliðinu með klippur til að ná honum úr sætinu.

kiddi_glaepur.jpg

Þær horfðu á mig eins og ég væri viðundur og sögðu að þeirra börnum seinkaði, af því þau misstu af strætó, þá sló það mig já ég er meðvirk eiginlega kannski mjög svo. Mér fannst þetta nefnilega svo eðlilegt.

Skaðræðinu sagðist svo frá: Hann hafði prufað að setja höndina í kókhaldarann í Regnboganum, eftir áskorun frá vini sínum, en hann náði ekki að losa sig aftur. Starfsfólkið var allt komið til hjálpar og ein stúlkan sagði að þetta hefði gerst einu sinni áður, en hún mundi ekki hvað var notað til að losa hann, en þá segir "Skaðræðið" þá var notuð poppkornsolía. Já varst það þú líka þá? spurði stúlkan. Jebb var svarið, en þá fékk ég ekki að eiga "kókhölduna" heldurðu að ég megi það núna?

Nú var komið langt fram yfir áætlaðan bíótíma og bíógestir beðnir að sýna biðlund, þar sem barn væri fast í sætinu, og beðið væri eftir slökkviliðinu með klippur til að klippa sætið og fara með strákinn fastann með sæti á hendinni út, svo hægt væri að hleypa gestunum inn í salinn.

Það þurfti síðan að saga "kókhölduna" af sætinu og skera alveg að hendinni, sem slapp furðu vel, enda "kókhaldan" mjög þykkt plast. 

Það var tekin mynd af "Skaðræðinu" hún hengd upp í miðasölunni (hugsanlega víti til varnar) og hann fékk að eiga kókhölduna sem er algert "prýði" hérna á heimilinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gusla mín þú ert algjör perla og það er skaðræðið þitt líka svo yndislega einlægur má ég eiga kókhölduna ha ha ha.   Verð að segja þér að ég bíð spennt á hverjum morgni eftir nýjum pistli frá þér.  Áfram svona ég kvíði ekki vetrinum þegar ég hef svona pistla til að láta mig hlakka til :D <3

Elín Ósk Óskarsdóttir (IP-tala skráð) 29.9.2011 kl. 11:18

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ertu viss um að þú sért ekki komin í spennitreyju eftir uppeldið? ARG.

Ps. Hringdi í gærkvöldi. Ekki heima.

Hm....

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.9.2011 kl. 12:04

3 identicon

Þið eruð nú bara yndislegar og hvetjandi. Ella mun sjá þér fyrir sögum everyday from now on...Kókhaldan er því miður í einkaeign og fer svo vel við stytturnar í stofunni. Brún og falleg úr plasti. Jenný er þetta hvíta sem ég er í og get ekki hreyft hendurnar spennitreyja????

Guðlaug Baldursdóttir (IP-tala skráð) 29.9.2011 kl. 14:25

4 Smámynd: www.zordis.com

Meðvirkni eða just simple ég ætla að lifa daginn af!   Litla skaðræðið tekur til sinna mála í því sem rekur á fjöru hans dags daglega

Knús á ykkur bæði ...  Dásamlegar sögurnar þótt svo að ég sé sæl að hafa ekki verið í þínum sporum ...

www.zordis.com, 29.9.2011 kl. 15:09

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hvað væri lífið án skaðræðisgripana, þeir eru ómissandi.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.9.2011 kl. 16:46

6 identicon

hahaha... þessi er bara gullmoli :)

Sunna (IP-tala skráð) 29.9.2011 kl. 21:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband