20.9.2011 | 22:33
Ferðalög Ítalía 3/ Portofino
Þar sem ég ér stödd á markaði á miðju torginu í Santa Margherita, litlum bæ sem liggur á vesturstönd Ítalíu, Liguria ströndinni, sé ég hvað Roberto karlinn er að selja afurðir sínar innan um alla hina bændurna. Á torginu er skarkali og erill og ilmur í loftinu af nýjum ferskjum, appelsínum, sítrónum og kryddinu sem er í boði og ljúfir tónar berast um torgið þar sem rómantískur gítarspilari syngur og spilar fyrir viðstadda.
Santa M. er bær sem er næsti bær við Portofino, ansi líflegur bær enda aðeins yngra fólk, en það sem sækir í Portofino, en þar er mikill fjöldi af amerískum ellilífeyrisþegum og eiginlega held ég að orðsporið sé meira en mér fannst í staðinn spunnið, ég heillaðist af stöðunum í kring miklu frekar. Allt óheyrilega dýrt og næstum þurfti kúlulán til að fá sér kaffibolla við höfnina þar.
Við vinkonurnar höfðum verið deginum áður á ströndinni sem fylgdi með hótelinu okkar sem var staðsett við höfnina í S.M. en þar hittum við fyrir þennan sama Roberto sem sá um rekstur strandarinnar og úthlutaði bekkjum og handklæðum, eiginkonan sá um strandbarinn og matseldina, ásamt tengddætrunum, en synirnir voru nú svona meira í að leika sér við börnin á ströndinni.
Ég fór að fylgjast með þessari ítölsku fjölskyldu sem var alveg eins og ég hef alltaf talið mér trú um að ítalskar fjölskyldur væru. Mamman réði öllu og rak fólkið sitt til og frá, sendi tengdadætrunum illt auga, ef þær gleymdu sér í spjalli, en klappaði sonum sínum og tróð uppí börnin einhverju góðgæti og sendi þá út að leika.
Hún bjó til eigið pasta og sótti sítrónur af næsta tré sem hún var með út um allt í blómapottum. Heimagerð ólífuolía var að sjálfsögðu með og pastað með nýtíndum bláskeljum (pasta Cozze) var eitt það allra besta sem ég hef smakkað. Auðvitað máttum við svo til með að prófa nýjustu afurðina þeirra sem var Limoncello, (sítrónulíkjör). Allt á boðstólnum þarna virtist úr þeirra eigin garði eða beint frá framleiðanda, í þessu tilfelli fjölskyldu Robertos. "Vino di casa" var svo drukkið með þessu og ég er ekki frá því að þetta hafi verið ein ljúfasta máltíð sem ég hef smakkað.
S.M. er er einstaklega fallegur bær og yndislegt að sitja á svölunum og horfa á snekkjurnar og unglingana sem koma uppúr 6 á morgnana (já menn vakna snemma!) að spúla og þrífa bátana fyrir eigendurna, sem skelltu sér í bæinn á meðan. Sjávarloftið blandað jasminilmi gerir það að verkum að maður vill ekki fara inn, gerir flest útivið, fær morgunmatinn uppá svalir (Prinsessur mega það!) borðum úti, og drekkum þessa fegurð í okkur fyrir allan peninginn.
Þó er mjög dýrt að vera þarna, enda árið 2007, þegar þessi ferð var farin (fyrir tíð smurðra samloka í nesti til utanlandsferða)
Athugasemdir
Og ég sem tók hliðarspor og fór til Spánar! Í mér slær ítalskt hjarta
www.zordis.com, 20.9.2011 kl. 22:57
Ó my beloved sister þú æsir upp í mér ferðalöngunina. Djísús hvað þú gerir þetta lokkandi. Love, love, love this.
Jenný Anna Baldursdóttir, 21.9.2011 kl. 09:54
O, ja manni langar nu bara ad komast af stad, held samt ad thad væri toppurinn ad fa thig sem serlegan tulk og leidsogumann... frabært ad lesa ferdasoguna.
Erna (IP-tala skráð) 21.9.2011 kl. 18:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.