"Hryðjuverkabarnið" kynnt til sögunnar

Fyrirsögnin kann að hljóma skelfilega og má vera að ég fái á mig barnaverndarnefnd, só bí itt. Ég á 2 yndisleg börn og eina fósturdóttur. Dóttir mín hefur alltaf verið prúð og pen (eins og móðurin) en sonurinn hefur nú ýmist gengið undir nöfnunum, hryðjuverkabarnið, skaðræðið, eða jafnvel glæpabarnið) og fósturdóttirin hefur nú alveg fengið "dass" af glæpagenum í sig (úr föðurættinni að sjálfsögðu)

Skaðræðið hefur farið með látum gegnum lífið og ég hef  oftar en ekki efast um að ég sé hæf sem móðir. Það eru ófá uppátækin sem hann hefur tekið uppá og það "besta" við þau að ég hef nú oftast fengið að vera óbeinn þáttakandi  í þeim verandi mamman.

Hann var mjög fyrirferðamikið og afkastamikið barn og á tímabili held ég að ég hafi ég verið álitin starfsmaður á Borgarspítalanum, því það var bara opnað fyrir okkur strax og við birtumst, enda oftast um svona sæmilega akút tilfelli að ræða eins og gleyptur slatti af  Nitroglyserintöflum, (sprenigtöflum) blátt barn með tappa fast í koki, hjól fast á hendi og ör í gegnum hendi svo fátt eitt sé nefnt.

Ég  sem vildi svo gjarnan vera hin fullkomna móðir, var alltaf að reyna að finna farveg fyrir athafnasemi "skaðræðisins",  skráði hann í handbolta, fótbolta ofl. en hann gleymdi sér alltaf í markinu og fór út að skoða flugur og svona þegar hann átti að verja. Hann varð ekkert vinsæll markmaður.

Bogfimi skildi það vera!! Hæfilega hættulegt og þar af leiðandi spennandi. Nú upphófst yndislegur tími, hann fór á æfingar tvisvar í viku  í  heilar 2 vikur og fannst hann nú nógu góður til að hefjast handa heima við. 

Ég fékk hringingu (sem áttu eftir að verða ófáar) í vinnuna og Kristín á símanum sagði. Guðlaug mín vertu alveg róleg (hún byrjaði snemma að "skrína" símtölin til mín) en sonur þinn skaut vin sinn í höndina með boga og nær ekki örinni út (það var eina áhyggjuefnið) svo þú þarft að fara heim. Keyrðu varlega sagði hún, sem ég gerði ekki.

Ég fór með slasaða vininn uppá spítala og "skaðræðið" í aftursætinu, því hann átti jú örina og vildi hana aftur. Vinurinn fékk stífkrampasprautu, enda með gat í gegnum höndina. Örin var tekin í gíslingu.

Skaðræðið var alveg hissa að hvað ég var pirruð, ekki var það ég sem tapað strýheilli ör. Vinurinn fékk mikla athygli útá gatið á höndinni, enda eins og gatið á Jesú.  þannig að skaðræðið mitt kom eiginlega langverst út úr þessu bogfimimáli að hans mati. 

Þetta er eitt brotabrot af skrautlegum ferli litla "hryðjuverkabarnsins" míns.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

og ekki orði ofaukið. ARG

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.9.2011 kl. 19:08

2 identicon

Skemmtilegt blogg hjá þér.

ingibjorg kr. einarsdottir (IP-tala skráð) 17.9.2011 kl. 20:11

3 identicon

Og enn hlæ eg.. thu ert a rettri hillu...

Erna sem a bara halft skadrædi... (IP-tala skráð) 17.9.2011 kl. 20:48

4 identicon

Ég grét aftur úr hlátri.. Yndislegt

Helena Kristins (IP-tala skráð) 18.9.2011 kl. 15:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband