16.9.2011 | 11:53
Af hverju að blogga?
Ég hef verið spurð að því, af hverju fólk sé að blogga, ég get ekki svarað því, en ég ætla að blogga af því einfaldlega að mér leiðist!!! Já hef verið atvinnulaus í 1 ár og það eru takmörk fyrir því hvað hægt er að prjóna margar lopapeysur (lesist 6 vettlingastroff og 2 uppköst að peysu).
Ég hef alltaf unnið "brotnum höndum" eins og dóttir mín orðaði það þegar hún var yngri, alla mína hunds og kattar tíð, frá því ég steig mín fyrstu skref 9 ára við að passa börn og verið lengst af í fjármálageiranum eða sl. 30 ár, algerlega á rangri hillu, en náði ekki að átta mig á því, þar sem ég var svo upptekin við það aðreyna að muna hvaða fyrirtæki ég væri að vinna hjá hverju sinni, en ég hef verið seld 5 sinnum (ekki ég ein og sér, heldur fjármálafyrirtækin sem ég vann hjá) sameinuð einu sinni, keypt einu sinni og þá rekin 1 sinni í hruninu.
Ég er farin að skilja fyrr en skellur í tönnum, já það er verið að reyna að segja mér eitthvað! Ég ætla að skipta um starfsvettvang, en til þess þarf ég að fara í skóla.
Ég hef ekki verið í skóla í langan tíma, séu undanskilin námskeið í leiðindum, ég meina fjármálum. Á ég að koma með nesti? Er teygjutvist ennþá vinsælt í frímínútum? Tek ég epli með handa kennaranum svo ég verði leiðinlegi vinsæli karlinn á fremsta bekk, dílótt í framan af æsingi við að gera vel? Þarf ég stóra skólatösku, eða dugar þessi frá því í 6 ára bekk með myndinni framan á???? Maður spyr sig?
Alla vega eigið dásamlegan dag, ég er farin að leita af pennastokknum mínum og ydda blýantana.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Menntun og skóli | Facebook
Athugasemdir
Brilljant systir mín góð. Looooove it.
Jenný Anna Baldursdóttir, 16.9.2011 kl. 12:47
Skemmtilegur bloggari
Jónína Dúadóttir, 16.9.2011 kl. 13:02
Þetta er alveg brill hjá þér. Haltu þessu áfram, hlakka til að lesa meira :)
Berglind Hermannsdóttir (IP-tala skráð) 16.9.2011 kl. 13:05
Þú ert snillingur Gulla mín, haltu áfram að gleðja okkur með þínum snilldarskrifum :-)
Kolbrún Karlsd (IP-tala skráð) 16.9.2011 kl. 13:08
Velkomin. Góð færsla.
hilmar jónsson, 16.9.2011 kl. 13:35
Keep up the good work hon :) Knús Katla
Katla (IP-tala skráð) 16.9.2011 kl. 13:47
það er bara snilld að lesa allt sem frá þér kemur Gulla :) Vona að þú haldir áfram þessum skrifum
Sunna (IP-tala skráð) 16.9.2011 kl. 15:19
Elsku besta... thu ert algjorlega yndisleg.. munnvikin teygja sig aftur ad eyrum. Takk fyrir ad lata mig hlæja.. knus
Erna Kolding.. (IP-tala skráð) 16.9.2011 kl. 15:58
Geggjuð Gulla :D
Elín Ósk Óskarsdóttir (IP-tala skráð) 16.9.2011 kl. 16:22
Sæl, gott hjá þér að fara í skóla. Hvað ertu að fara að læra? Ótrúlegt að þú þessi frábærlega duglega kona sért atvinnulaus, það er greinilega erfitt að fá vinnu. Þú ert ein skemmtilegasta og besta samstarfskona sem ég hef átt:)
Steinvör (IP-tala skráð) 16.9.2011 kl. 17:05
Tékkaðu á þinni eigins gestabók. Llalalalala
Jenný Anna Baldursdóttir, 16.9.2011 kl. 19:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.