Hugur Einhverfra!!!

Stundum mundi ég vilja vera fluga í haus barnabarns míns sem er með dæmigerða einhverfu og sagður "non verbal" enda tjáir hann sig ekki nema brýnustu nauðsyn beri til. Það vildi svo til að mamma hans tók eftir því að hann var haltur og fór að skoða fótinn á honum. Jú jú það var nánast tvöföld tá og blámi byrjaður að dreifa sér uppá rist.  Mamman fór á læknavaktina og þar var niðurstaðan að líklega væri hann tábrotinn. Röntgen skyldi það vera og fóru þau þangað.  Hann hafði í millitíðinni googlað "röntgen" og sagði við fólkið á röntgendeildinni að HANN vantaði X-Ray af tánni sinni.

Mynd var tekin og hann heimtaði að fá hana með sér heim. Mitt tábrot þar af leiðandi mitt X-RAY.

Hann sættist á að fá útprentaða mynda af "hans" fæti heima en það er áhugamál hans þessa dagana að prenta út hluti.

Hann hefur notað tábrotið óspart og meira að segja fyrir framan ískælinn í Bónus sagði hann hátt og snjallt: "amma ég er sko fótbrotinn og þarf því mjúkan mat".  Ég var að fara í jarðarför um daginn og það var sama uppá teningnum,: " ég er fótbrotinn og þarf að hitta prest og beinagrindur" en það hafa dáið ansi margir á skömmum tíma hérna í kringum okkur og hann búin að googla það að á endanum verður bara beinagrindin eftir í jörðinni.  Mjög skemmtilegt áhugamál þessa dagana.

Hans áhugamál númer 1,2 og 3 hefur samt verið "Logo" allskonar logo og undanfarna daga hef ég verið fastagestur á Metro að biðja um tvöfaldan ostborgara því hann kemur í svo flottu bréfi og barnið þarf jú mjúkan mat verandi "fótbrotinn". Ég hef fengið frábærar gjafir frá fyrirtækjum sem hann hefur haft þráhyggju fyrir hverju sinni, því þó Metro gefi sig ekki og prenti afmælisblöðrur í öllum litum fyrir hann (sem hann fann á netinu vegna opnunar Metro á sínum tíma) þá hefur Vodafone gefið honum blöðrur því hann getur alveg googlað símanúmer og hringir bara og segir: "Do you have any balloons for me because I need it now?" jú þeir áttu blöðrur og stolt amman yfir litla undrabarninu sem er jú ekkert svo lítill lengur fór með tárin í augunum að sækja fullan poka af blöðrum og öðru dóti með logói. 

Víkur nú sögunni af prentarahæfni hans. Hann framleiðir hérna ágætis slatta af útprentuðum myndum af allskonar lógóum sem hann svo bráðvantar daginn eftir (að sjálfsögðu vegna fótbrots sem gerir það að verkum að hann þarf mjúkan mat og þar af leiðandi fara á Aktu taktu)og amma fær sér kaffi sem kemur í merktum bolla frá þeim nú eða Metro sem er vinsælast þessa dagana og svona líka hollt eða þannig.

Hann er með svo mikla þráhyggju og er í svo miklum ham að prenta út myndir að hérna hjá mér lítur út eins og ég sé með útgáfufyrirtæki og í valnum liggja svo 1298 stk af mismunandi hamborgaraboxum og frönskum kartöflum.  Jú hann verður svolítið svangur á nóttinni eftir alla þessa útprentun. Ég líka!!!!


Bloggfærslur 26. júlí 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband