Flugferðir með mínum einstaka strák!!

Ég skellti mér til Ítalíu sem er svo sem ekki í frásögur færandi, enda framhald af rigningarsumrinu okkar en það kom sól í gær sama dag og við vorum að fara heim.  Ég hef sagt það áður og segi það enn að ítalskar ungar konur eru eitt það leiðinlegasta fyrirbrigði sem ég hef kynnst og hef ég verið ansi mikið á Ítalíu vegna tengdasonar míns sem er þaðan.  Ég ætla nú ekki að stimpla allt kynið en svona megnið af því.  

Það snýst allt um útlitið og kíló og þegar þær gifta sig þá hætta þær að vinna alla vega allar ungu konurnar sem eru í fjölskyldu tengdasonar míns á Sardeníu.  Hvað fara þær að gera? Jú ekki mennta sig, nei til að undirbúa heimilið og hvíla sig, og svo tekur ströndin afar mikinn tíma og þó við hérna í sólarleysinu á Íslandi vitum að sólin er skaðleg þá er þeirri þekkingu ekki til að dreifa hjá þeim.  Þær úða oliu á sig og börnin sín á ströndinni. Ok ég er að alhæfa en þetta er mín upplifun og þrátt fyrir að ég elski allt sem er ítalskt þá er nú gestsaugað alveg glöggt stundum.

Nú víkur að ferðalagi okkar með barnabörnin mín heim aftur eftir 2 vikur á ferðalagi.  Við fengum fylgd út að flugvél sem er frábær þjónusta hjá Wizzair en þeir þekktu blómabandið og við fengum mjög góða þjónustu.  Við fórum fyrst útí vélina og vorum búin að koma okkur fyrir þegar ungt par "lenti" fyrir framan okkur og vorum við ekki farin í loftið þegar unglingskonan var næstum farin að gráta vegna þess að gaurinn minn opnaði og lokaði borðinu hjá sér þó ekki með skellum svo ég var alveg rólgeg.  Eftir svona 5 mínútur (ferðin ekki hafin) var eiginmaðurinn farinn að taka hitann á henni og sneri sér svo við og spurði hvort ég gæti stoppað strákinn. Ég sagði honum að hann væri einhverfur og hann væri bara að skoða og hvort að konan hans væri sárþjáð útaf þessu en borðið lak niður í rólegheitum en skelltist ekki eins og stundum. (já hef líka verið þar).  Ástandið fór síversnandi eftir að vélin fór í loft og hann mátti fikta í borðinu og brá ég þá á það ráð að fylla borðið með snakki og kóki og stuffi svo það væri til friðs, en þá var hann svo hávær að hún heyrði ekkert í gegnum heyrnatólin sín.  

Hún var núna hálfa leið heim búin að vera með fýlustút á vörunum og hann aumingjans eiginmaðurinn reyndi að gleðja hana á alla lund og gott ef hún var ekki líka farin að hósta vegna illrar meðferðar.  Ég átti mjög bágt með mig ég meina ég veit að ítalir vilja sofa í flugferðum en það var miður dagur og ég segi það satt að það var ekkert vesen á honum gagnvart henni, öðru nær með aumingjans stelpuna fyrir aftan en hann ruggaði sér alla leið heim.(alveg harkalega)  Ég var gersamlega stíf af stressi því þegar svona fólk er nálægt manni, þá er bara leiðindi þrátt fyrir að maður reyni að skýra út. Margir ítalir þekkja ekki einhverfu og hún er ekki til á Sardeníu, en þar er heldur ekki til geðveiki eða alkóhólisti, bara skrítið fólk.  Þegar dóttir mín útskýrði að hann væri ekki með meira vit en hugsanlega fólk með downsyndrom, þó útlitið væri eðlilegt, þá baðst hann afsökunar maðurinn hennar, en konan engdist þar til við lentum.  Af hverju ferðast svona fólk með lággjaldaflugfélögum þegar það er svona viðkvæmt blóm ég skil það bara ekki? Spurning að við kaupum okkur klippikort á Saga class með barnið en þá vildi ég nú ekki vera við hlið einhverst vinnandi manns á leið á fund!!!!!
Held að ég hafi séð smá brunablett á hausnum á henni þegar ég labbaði framhjá og horfði á kvalinn hnakkann á henni! Þar til næst!
 

Bloggfærslur 30. október 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband