Sardenískir siðir og trú

Sinn er siður í hverju landi er orðatiltæki sem á vel rétt á sér.  Á Sardeníu er svo margt öðruvísi en við eigum að venjast.  Þeir eru svolítið gamaldags en úrræðagóðir og bera með sér þekkingu frá forfeðrum og miðla til yngra fólksins.  Þannig benti tengdasonur minn mér á einu sinni þegar ég brenndi mig á kertastjaka sem sprakk í höndinni á mér að setja brenndu fingurna og nudda hársvörðinn með þeim sem var mjög vont til að byrja með, viti menn það lagaði brunaverkinn.  Síðan þá hef ég verið spennt fyrir allskonar nýjungum eða réttara sagt eldgömlum hefðum sem þeir hafa uppá að bjóða. 

Húsfreyjan á heimilinu hérna hafði dottið og meitt sig á fæti og var talsvert bólgin og á meðan ég hefði fengið mér bólgueyðandi pllur og sett fótinn uppa púða þá tók hún hveiti og rauðvín og hrærði saman og penslaði síðan á sér fótinn og pakkaði honum inn í bökunarpappír.  Þetta hjálpaði en þó ekki nóg svo nú þurfti að grípa til örþrifaráða og fara í sterkari efni.  Þá þeytti hún eggjahvítu og niðurraspaða sápu (má alls ekki nota fljótandi) og þessu var síðan penslað á fótinn og haft yfir nótt að sjálfsögðu innpakkað í bökunarpappír. Hún er svo miklu miklu betri hefði samt viljað fara bara strax í eggjahvítuna, hitt gerði ekki nægjanlegt gagn.  Mér sýndist hún þó haltra í morgun en hún segir það sé bara göngulagið sitt. 


Sardenískt kukl!

Víkur nú sögunni að hjátrú Sarda en fólk hérna er afar hjátrúarfullt og fá öll börn við fæðingu grænt armband sem á að vernda þau fyrir illum öndum eða nornum að  því að mér skilst. Eldra barnabarnið mitt var vaxið upp úr sínu armbandi og tóku foreldrarnir það af þegar það var farið að þrengja að hendinni.  Nú þegar við komum hingað til Sardeníu með algerlega óverndað barnið sem er í þokkabót einhverfur (sem er ekkert sérstaklega viðurkennt á Sardeníu hann er bara óþekkur) Verandi svona "óþekkur" þá tók amman til sinna ráða.

Hún pantaði tíma hjá 109 ára gamalli "norn" og fór hlaðin myndum og af meintum "óþekktarormi" og hlutum sem hann á og tók svona til öryggis einnig myndir af litla barninu þar sem hann var ekki komin með sitt armband.  Niðurstaðan var sú að hvorugur er haldinn illlum öndum en svona til öryggis kom húm með blessað vatn frá þessari konu og nú setur hún krossmerki framan í þá og aftan á hálsinn og á hendur og fætur tvisvar á dag.  Einnig nuddaði hún höfuðið á eldra barninu með mynd af dýrlingi og reyndi að fá hann til að kyssa myndina. það tókst ekki! Barnið er allt annað í dag, kannski af því að hann er öruggari og farin að þekkja aðstæður hérna og allir stjana við hann nú eða kannski er það armbandið sem er kominn á sinn stað og blessun þessarar fjörgömlu konu sem hafa gert sitt gagn.


Bloggfærslur 2. ágúst 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband