Heilbrigðiskerfið okkar "the never ending story"

Víkur nú sögunni að umræddum ástvini sem ég greindi frá í síðasta bloggi mínu með þá von í hjarta að einhverjir ráðamenn mundu nú skoða þessi mál og einhenda sér í að laga þau.  Það er eiginlega alveg nægileg byrði að greinast með hvítblæði og lenda í kjölfarið í öndunarvél og vera veikburða og geta ekki verið sjálfbær á neinn hátt þó fólk sé ekki borið í miðri meðferð út á guð og gaddinn.

https://gudlaugbjork.blog.is/blog/gudlaugbjork/entry/2284789/

 

Ég sendi nú blog mitt á nokkra alþingismenn sem ég hélt að væru með hjarta, en væntanlega er nóg að gera hjá þeim og þeir taka nú ekki við pósti frá sótsvörtum almenningi enda að koma jól og svona.  Ég vil þó benda á undantekningar í þeim efnum en aðilar úr Flokki fólksins hafa svarað mér vel og skipulega þó ekki varðandi þetta mál.  Heilbrigðisráðherra er upptekin í öðru og geri ég mér fulla grein fyrir því, enda ekki líklegur til stórræðna í svona "litlu" máli.

Staðan er sem sagt eftirfarandi:  "viðkomandi var hent út af sjúkrahóteli LSH á hádegi á 3 degi meðferðar við hvítblæði (sjálfsagt sparnaður uppá nokkra þúsundkarla). Viðkomandi fór hins vegar með sjúkrabíl á bráðamóttökuna 3 dögum síðar fárveikur með bullandi hita og sýkingu í blóði.   Kostar það nú eitthvað aðeins meira en gistinótt á þessu sjúkrahóteli reikna ég með. Svo sjúkrabíll á blóðmeinadeild landsspítalans frá bráðamóttöku.  Ég sé alla vega að hægt er að spara í skutli milli spítala með því að hafa sjúklinginn nær.  Kom það enda á daginn þegar hann veiktist illa í sumar að það varð honum lífsbjörg að vera á hótelinu við hlið spítalans.

Ég get sagt það að þetta eru ekki skemmtileg skrif og hef ég engan áhuga á svona tuði það er bara ekki hægt að líta framhjá þessu endalaust hvernig heilbrigðiskerfið rotnar hægt en örugglega og sjúklingar líða fyrir það. Hef kynnst þessu lamaða kerfi aðeins of vel fyrir minn smekk.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband