Ferðalag með "Fávitum"

Ég var á leið til Spánar um daginn með fjölskylduna og erum við með einn einhverfan sem var búin að vera í smá kasti enda nýbúin að upplifa rót og dót og dengs út um alla íbúð þar sem verið var að tæma hana.  Síðan förum við um borð í vélina sem leyfir ketti í búri. Við fengum köttinn afhentan þegar við komum um borð og var hann í kattarheldu búri sérstaklega keyptu til ferðalagsins. Nú ekki vildi betur til en hann krafsaði sig út úr búrinu og fór á rölt.  Ég skil vel að fólk geti verið hrætt við dýr, ég meina ég er ekkert að elska köngulær og hef nánast flutt út úr íbúð er ég tók eina með mér frá Ítalíu til Íslands, en náði svo að ryksuga kvikindið og henti ryksugunni síðan í rusl.  Kona nokkur við hliðina á mér sagðist hafa skolfið allt frá því að búrið hefði komið inn í vélina og var bara að deyja úr oföndun og maðurinn hennar var á milljón að róa blómið. ATH það voru líka 2 hundar um borð en greinilegt að kisan var málið þarna.  Nú hann slapp og ég hentist á eftir honum en hann var mjög hæggengur og rólegur eftir sprautu sem hann fékk, en ég henti mér yfir heila sætaröð af "fólkum" og náði kvekendinu.  Hélt að konan þyrfti sprautu kattarins númer 2 en hún var sem sagt með ofsahræðslu fyrir köttum.  Þar sem ég labbaði með tígristýrið, ég meina kettlinginn hálfsofandi og ekki líklegur til stórræðis gegn henni né nokkrum öðrum þá held ég að hún hafi tæmt súrefnið í vélinni vegna oföndunnar. Ok það er eflaust ekkert fyndið við að vera haldin svona hræðslu og eflaust fer öll skynsemi út um gluggann eða í þessu tilfelli vélinni, en "com on" Einhverfa barnnið var í kasti þar sem hann var svo hræddur um köttinn sinn sem er hans eini vinur og þess vegna var hann tekin með í ferð.  Hann stimmaði með látum og var ekki neitt stillt og prútt barn á ferð.  Viti menn að íslenski geðvondi Georg Bjarnfreðarson var með í för og sat fyrir framan þann einhverfa.  Hann stóð upp og öskraði á okkur hvort krakkinn væri eitthvað geðbilaður með þessi læti og blaktandi höndum.  Ég benti honum á að lesa sér til um einhverfu og vitkast smá þar sem hann væri greinilega fáfróður með eindæmum.  Hann fór! köttur komin í kassann og ferðin hélt áfram og frekari mental skaði var ekki á ferðafélögum eða áhöfn sem var yndisleg. Ég reikna með viku í að jafna mig, það er mjög erfitt að vera á ferð með einhverft barn þegar svo mikið af fáfróðu fólki er með í för.  Af hverju ferðast ekki barnahatarar með einkaflugi!


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og fimm?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband