Úrræðagóðu Sardarnir!

Sardar eru afar úrræðagóðir, útsmognir jafnvel örlítið forhertir og með dass af glæpagenum í sér að mínu mati.

Húsfreyjan hérna á heimilinu sagði okkur sögu af því þegar hún var yngri og fór með krakkana í hverfinu inní Cagliari höfuðborgina í bíó. Hún var með nokkra krakka ofaukið miðað við það magn sem mátti vera með í bílnum. Hún var svo sem vön því og kunni ráð ef löggan stoppaði hana. 

Allt gekk að óskum þar til þau komu út úr bíóinu og ætluðu heim, þá startaði bíllinn ekki svo hún tók til sinna ráða.  Það vildi svo vel til að það var verkstæði á móti bílaplaninu og bifvélavirkinn tók vel í að laga bílinn hennar.  Hann skipti um geymi, en bifvélavirkjar á Ítalíu eru frægir fyrir að gera aðeins meira en þeir þurfa svo hann vildi skipta um dekk og bað hana um varadekkið og einnig þurfti hann að skipta um peru að framan. Hún fór og kíkti í skottið eftir varadekkinu og þar sá hún regnhlíf sem hún kannaðist bara ekkert við.  Kíkti í kringum sig og sá þá sinn bíl aðeins frá þessum algerlega heill heilsu. Hún kvaddi bifvelavirkjan sem var með sundurtættan bíl á planinu með þeim orðum: "ég borga ekki krónu ég á ekkert í þessum bíl og vertu sæll"

Nú á leiðinni heim var hún stöðvuð af lögreglu vegna fjölda barna í bílnum (hana grunar að bifvélavirkinn hafi verið að verki þar sem hún var vön að ferðast með hálft hverfið af börnum án þess að vera stöðvuð).  Eitt barnanna í bílnum var einstaklega hræddur við lögregluna og hún sagði við hann :" Jæja Carlo nú ertu að fara í fangelsi og sérð aldrei fjölskylduna þína aftur" Barnið öskraði og gargaði af öllum illum látum.  Hún bað lögregluna um að sleppa sér við sekt þar sem hún yrði að koma þessu "brjálaða" barni heim til sín.

Ekki einasta slapp hún við sekt heldur fékk hún lögreglufylgd heim.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband