Síðustu dagar mínir í Kína.

Nú er farið að líða að lokum dvalar okkar í þetta skiptið hérna í Kína en við fengum bara visa til loka nóvember og þá verður maður nú að nota síðustu dagana vel. Mér finnst ég alls ekki hafa náð að gera allt sem ég ætlaði mér en tíminn hefur liðið einstaklega hratt en þar sem ágúst og september voru svo heitir að ólíft var að vera úti nema stutta stund í einu, þá var nú ekki gert mjög mikið þ.e.a.s. ekki skoðað mikið, aðallega farið í leigubíl í mall og labbað í loftkældu umhverfi og skoðað og verslað í matinn og svona ýmislegt. Það eru góð barnasvæði eru í öllum mallum svona heil hæð að jafnaði. Þetta er þó ólíkt því sem við þekkjum af svona barnasvæðum, þar sem boltaland og einhver tæki eru látin duga. Það er svo mikill hávaði á þessum hæðum enda spiluð krakkalög á fullu blasti út um allt og svona spilakassar út um allt fyrir börn (já ég var smá hissa).  Þetta er mjög flott aðstaða fyrir krakka og þar er bæði hægt að örva lestur og tækni fyrir börn og svo  eru sandkasar, rennubrautir,  bílar til að keyra, lestar keyra um gangana með lestarstjóra og sennilega er þetta bara draumastaður fyrir börnin. 

Alþjóðlegt mall í Nantong

Alþjóðlegu verslunarmiðstöðvarnar  eru miklu dýrari en þau kínversku þar sem þú færð jafnvel sömu fötin á 1/3 af verðinu sem þau kosta í alþjóðlegu verslunarmiðstöðunum. Kínversku mallin eru þó varasöm því þar er selt mjög mikið af allskonar dóti og skóm sem eru eftirlíkingar af merkjum sem við þekkjum t.d. New Balance íþróttaskórnir eru til hérna undir svona 10 nöfnum, New Balain, New Burlon, New Barain og fleiri skemmtilegum nöfnum, kosta 1500 Isk. en eru lélegar eftirlíkingar. Það er þó gaman að koma í Kínamallin þar sem það úir og grúir af öllu sem til er og hugurinn girnist, ódýrara gull og já bara allt á verði fyrir sjálfa Kínverjana. Getur verið smá erfitt að versla þar, þeir skilja ekki orð í neinu og spjalla bara á fullu við mann, en nota reiknivél til að sýna manni verðið. Hérna kaupir þú þér dúnúlpu á 2000 kr. já mjög vandaða dúnúlpu, þeir segja kannski 5000 en þá segir þú 1000 og færð hana svo á 2000. Nenni varla þessu prútti, en það er venjan og ef þú ert ekki "milli" eða villt bara hafa gaman af þessu, þá prúttar þú bara.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband