16.5.2016 | 07:02
Brśškaupsundirbśningur
Hérna hjį okkur į Sardenķu er dóttirin og tilvonandi tengdasonur į fullu ķ brśškaupsundirbśningi og var ķ gęr svona undirbśningsmatarkynning į matnum sem į bošstólnum veršur ķ sjįlfu brśškaupinu. Viš męttum į Hótel Saint Lucia ķ bęnum Capoterra sem er nęsti bęr viš Pula, lķtill og sętur bęr. Hótelstjórinn stelpa į sama aldri og dóttir mķn, fór meš okkur ķ gegnum alla réttina og žjónar og kokkar kepptust viš aš upplżsa okkur um innihald og framreišslu. Held varla aš ég hafi įšur veriš svona södd, en žaš er meš ólķkindum hvaš žessar ķtölsku konur eru grannar m.v. žessa daglegu 8 rétti eša svo, sem hérna eru boršašir. Fyrst voru žaš forréttirnir sem verša bošnir fram hjį sundlauginni meš fordrykknum, 6 réttir žar žurftum viš aš smakka. Žį voru žaš forréttirnir sem verša į boršunum žegar inn er komiš eftir athöfnina ķ garšinum, nokkrar ostategundir, parmaskinka og Salami žeirra Sarda sem er mjög sterk pylsa. Nś žį var komiš aš nokkrum pastaréttum, og žį var ég oršin södd, en lét mig hafa mjólkursvķniš eins og žeir kalla litlu barnasvķnin sem er žeirra eftirlęti. Žaš var frįbęrt į bragšiš og svo var žaš kaka og lķkjör og žį kaffi og Limonchello og aš sjįlfsögšu var hvķtvķn og raušvķn meš matnum. Ég reikna meš aš žurfa aš hringja ķ Sjóklęšageršina og bišja žį aš sauma brśšarmóšurkjól meš žessu įframhaldi, en žar sem ég skildi eftir smįvegis af nokkrum pastaréttum, žį kom kokkurinn meš angistarfullan svip og spurši mig hvort žetta vęri vont. Nei nei molto bueno sagši ég og reyndi aš skżra vęntanlegt vaxtarlag mitt. Hann skildi mig ekki. Ég fékk ekstra mikiš af svķninu, hann hefur ętlaš aš kanna hvort ég yrši svona ósvķfin aš leifa žvķ lķka. Sagši ekki orš viš dótturina sem rétt bragašaši į réttunum, enda alvön hafandi bśiš ķ landi pastaréttanna ķ 8 įr.
Daginn eftir fóru žau aš panta hringana og höfšu reyndar sent hringasmišnum myndir nokkru įšur, en hann sagšist vilja hitta žau aftur og žau mundu žį borga 600 evrur innį hringana. Žau męttu og allt klappaš og klįrt en hann reyndist ekki vera meš posa. Ekki mįliš sagši hann, skreppiš žiš bara ķ apótekiš hérna į horninu og borgiš honum 600 evrur. Jį ég skil, sagši dóttir mķn sem skildi alls ekki. Hvaš įtti hśn aš segja viš apótekarann...ég er aš kaupa hring hérna rétt hjį og ętla aš borga hann hérna. Apótekarinn var greinilega vanur žesshįttar sendingum og sagši ekkert mįl, ég borga bara Alfonso og mįliš dautt. Ekkert veriš aš flękja mįliš, žau spuršu hvort žau fengju kvittun fyrir Alfonso hringasalann. Nei nei alls ekki, ég borga honum bara seinna sagši apótekarinn. Nśna eru žau aš smakka tertu, ętli žau žurfi aš fara į heilsugęsluna til aš borga hana mašur spyr sig?
Bęta viš athugasemd [Innskrįning]
Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.