6.5.2016 | 08:55
Hádegisverður að hætti ömmu Italia
Sarroch er bær tilvonandi tengdaonar míns hérna á Sardeníu en hann er í svona 6 km fjarlægð frá Pula og um 20 km frá höfuðborginni Cagliari. Sarroch er bær sem er við ströndina, en þar er reyndar olíuhreinsunarstöð sem nær yfir ströndina rúmlega hálfa en þetta er sögð haf verið með fallegri ströndum hérna á Sardeníu. Á árum áður áður en olíuhreinsunarstöðin var sett upp þá sáu þeir um alla peruframleiðslu fyrir eyjuna eða megnið af henni. Í dag þorir fólk ekki að borða ávextina, þar sem það er svo mikil mengun af olíustöðinni. Krabbameinsaukning síðan olíuhriensunarstöðin var sett í gang er sögð vera um 50%, en ég sel það ekki dýrara en ég keypti það. Flestir íbúar Sarroch vinna við þessa stöð, sem og bróðurpartur íbúa næstu bæja í kring.
Mér var sem sagt boðið í mat í Sarroch til ömmu tengdasonarins tilvonandi, sem er 90 ára gömul, býr í stóru húsi með 2 íbúðum. Yngsta dóttirin býr í íbúðinni á efri hæðinni og sú gamla niðri, en þannig er að þegar eldri systkinin fluttu út, þá tók það næsta við og sú yngsta dagaði uppi þarna.
Nú það voru svona um 18 manns þarna, konur og börn og allir töluðu í kapp við hvert annað, við mig líka, þó ég sé nú ekki alveg talandi á ítölsku hvað þá Sardenísku, sem er alls ólík ítölskunni. Fyrst var komið með lasagna og þar sem ég hef heyrt að þeir séu alltaf með nokkra rétti,bað ég um lítinn skammt og ég fékk svona uþb. heilt franskbrauð uppá gamla mátann með þessu og rauðvín að sjálfsögðu. Þá kom sú gamla með kjötbollur og salat og ferska tómata á greinum og radísur, annað franskbrauð kom með því á hvern disk. Nú þá vippaði sú gamla sér að arninum, þar sem heilt lamb á teini grillaðist og náði hún bara í lambið á teininum og hóf að klippa það í sundur (það gera þeir hérna með kjötið klippa það allt í búta með skærum) Ég komst ekki hjá því að fá mér nokkra bita af kjöti, þeir voru einfaldlega settir á diskinn minn. Fransbrauðið var búið sem betur fer og þá voru það nokkrar tegundir af salati með kjötinu. Kaffi og kökur kom sú gamla svo með stolt á svipinn og þurfti ég að smakka nokkrar helstu kökur Sardeníu, þá skellti sú gamla sér í garðinn með stiga þrátt fyrir að vera rétt rúmlega málbandið á hæð og ekki virtist hún neitt heilsutæp þrátt fyrir alla mengunina í bænum og kom með nokkrar risaappelsínur og nesboli, sem er svona nokkurskonar ferskjur bara minni og sætari. Enginn fékk að hjálpa þeirri gömlu "hennar boð" en hún heldur svona mismannmörg matarboð alla sunnudaga. Ég borðaði nú þetta allt sem fyrir mig var lagt, fyrir kurteisis sakir.Hrósaði matnum og fékk með mér heim stóran skammt af lasagna. Stóra spurningin er því sú: passa ég í brúðarmóðurkjólinn? Það kemur í ljós síðar.
Athugasemdir
Já það er frekar góð spurning hvort að þú komist í kjólinn elskan. Hin spurningin er að forðast þá gömlu spræku hehehehe Hlakka til að koma og hitta ykkur og eiga stund með öllum líka þeirri gömlu. Keypti mér risastóran móðurvinkonubrúðarkjól og þarf að fylla aðeins uppí .....
www.zordis.com, 6.5.2016 kl. 16:55
Heyrðu Dísin mín fríða, gott að þú hafir keypt þér stóran kjól, svo margt sem þú þarft að smakka hérna í landi Sardeníunnar....hlakka svo til að fá sína yfir til sín...
Guðlaug Björk Baldursdóttir (IP-tala skráð) 6.5.2016 kl. 22:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.