Dauði húsmóðurinnar.

Núna er ég búin að já mig sigraða, ég er ekki sérstök húsmóðir og verð það aldrei. Eiginlega verð ég að segja að ég sé búin að tapa endanlega því, sem heitir "húsmóðursgen", sem ég hélt mig hafa, en hef þó orðið áþreifanlega vör við það í gegnum tíðina, hvað ég slepp vel við bakstur og fleira í öllum veislum á vegum fjölskyldunnar. Kannski verið að reyna að segja mér eitthvað.  Fyrir ári, brenndi ég heimilið á aðfangadag, sauð Farmers Market peysu dótturinnar og eyðilagði kalkún.

Þegar dóttir mín sagði við mig um daginn, að hún hefði verið að tala við vinkonur sínar búsettar á Ítalíu um hvað þær söknuðu  mömmumatarins, þegar þær eru á Ítalíu, þá hafi hún ekki munað eftir neinu sem hún saknaði. Þetta stakk í hjartað, en bíddu við hvað með rjúpurnar mínar og frægu ísana mína hugsaði ég?  Ég hef á hverju ári gert sítrónuís sem ég taldi að allir elskuðu, en ég hef haldið að þeir væru partur af hefð og börnin mín mundu nú um ókomin ár biðja um sítrónuísinn minn góða.

Nú í ár skyldi nú verða boðið uppá óaðfinnanlegan mat, lax, endur og sítrónuís og ég ætlaði að tæma ótal sítrónur og fylla með hinum bragðgóða ís, hef nefnilega ekki nennt því undanfarið og frekar skellt ísnum í form. Nei "Ala Italia Gelate limone" skyldi það verða. 

Ég fékk Helenu fósturdóttur mína til að tæma 20 sítrónur og lagði upp með bros á vör í svuntu með sítrónuskreytingu á (til að peppa upp stemminguna) og hlustandi á jólalög í útvarpinu og í fínu jólaskapi og ekki aðeins skyldi gerður sítrónuís heldur mundi ég "henda í nokkrar lakkrístoppa" í leiðinni úr hvítunum sem gengu af. 

Nú nú ég fann upp nýtt ráð til að fá sítrónurnar til að haldast uppréttar í frystinum og setti þær í eggjabakkana sem tæmdust óðum. Setti stuffið í frystinn og lokaði, en heyrði þá hljóð sem sagði mér að bakkinn hefði ekki haldið sítrónunum og jú jú það reyndist rétt, ísinn lak niður 2 hæðir í frystinum. Ég lét þetta ekkert á mig fá, þreif þetta upp, með einbeittan vilja um að takast betur upp næst, þá setti ég sítrónurnar í glös, ætlaði svo að loka mjög varlega, en missti óvart skúffuna niður á gólf, enda allt svo sleipt eftir ísinn sem ekki var hægt að þrífa allan af, þar sem hann fraus fastur  um leið og ég reyndi að þurrka hann upp. Nú var gólfið allt í ís og glerbrotum. Við Helena náðum þó í 5 sítrónuísa og þeir eru ennþá inní ísskáp.??

 Já þá var komið að lakkrístoppunum, ég fengi nú alla vega slatta úr þessum 20 eggjahvítum, fann uppskriftina, en átti ekki sykur og púðursykurinn var allur grjótharður, en ég kunni nú ráð við því, setti hann í skál með vatni í örbylgjuofn, en illa gekk að þeyta hann með hvítunum svo topparnir láku út um allt, en ég fann ráð við því með því að skella í smá flórsykri. Þetta fór þó svo að botninn var fastur við plötuna og topparnir lausir ofan á eins og lok. En þær voru góðar bara ekki hægt að borða þær, nema með skeið. Það eru enn til svona lakkrístoppakurl.

Ég gafst upp og tók deigið sem ég hafði keypt í Ikea, setti það á bökunarpappír og lét Það á rimlagrind og þær komu út eins og bugður, en brögðuðust bara vel skilst mér. 

Ég játa mig sigraða upp og gerist styrktaraðili Jóa Fel. Set fagmann í verkið. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flottust !!! Væri hægt að fá uppskriftina af sítrónuísnum ;)

Ella (IP-tala skráð) 21.1.2013 kl. 00:05

2 Smámynd: Ansy Björg

hehe sorry ég var búin að gleyma ísnum elskan og þegar ég var að tala um "mömmu" matinn þá sagði ég þeim að ég elskaði föstudaga þegar þú pantaðir pizzu.. það er líka kostur að hafa hugmyndina í það! ;)

Ansy Björg, 21.1.2013 kl. 00:33

3 Smámynd: Guðlaug Björk Baldursdóttir

Já elsku dóttir, það er kostur að geta skammlaust pantað Pizzu, Ella mín jú jú þú getur fengið þessa uppskrift og einnig varnarorð hvað þú átt EKKI að gera..

Guðlaug Björk Baldursdóttir, 21.1.2013 kl. 10:07

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þú er nú meiri kerlingin Guðlaug mín, takk fyrir að vera til, bjargaðir deginum fyrir mér

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.1.2013 kl. 12:49

5 identicon

Hahahaha, þú drepur mig Gusla :) Og guð hvað ég er fegin að það er einhver eins og ég - þetta er alveg eins og bein lýsing úr mínu eldhúsi..nema hvað ég hefði mögulega sótbölvað svoldið haha ;)

Guðrún Ægisdóttir (IP-tala skráð) 21.1.2013 kl. 12:52

6 Smámynd: Guðlaug Björk Baldursdóttir

Guðrún mín, það var alveg bölvað, en það var ekki skráð...já ég og Hilma erum alltaf beðnar um að vera bara með, þegar á að baka fyrir veislur, einhvern tímann hótuðum við að baka bara sjálfar og vorum spurðar hvort okkur væri illa við fólk?

Guðlaug Björk Baldursdóttir, 21.1.2013 kl. 13:05

7 Smámynd: www.zordis.com

Þú þarft að fá svona hamingjufóður eins og við lifum á við Miðjarðarhafið ....  Hehehehe  elsku kjéddlingin mín ég held ég panti sítrónuís þegar ég kem næst í heimsókn

www.zordis.com, 23.1.2013 kl. 13:49

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég hélt og hef haldið í öll þessi ár systir góð, að þú værir afbragðs kokkur, enda fengið fínt að borða hjá þér í gegnum tíðina.

Kannske var það vegna þess að ég var svo illu vön frá sjálfri mér.

Komum á námskeið. Horfðu á Top Chef á netinu. Love it.

Yer sister, very hungry in Hördígördí.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.1.2013 kl. 11:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband