Kona fer til læknis? Eða ætti hún nokkuð að gera það?

Ég fékk slæmsku í magann fyrir rúmu ári síðan og fór til heimilislæknis. Sem er nú ekki í frásögur færandi, nema að ég er ekki með neinn ákveðinn lækni, þar sem tískustraumar í læknamálum í mínu bæjarfélagi er þannig að það eru nýútskrifuð læknabörn sem eru í 4 mánuði í senn og ekki fastur læknir í mínu tilfelli á þessum tíma.

Þetta er slæmt ef maður stríðir við  einhvern heilsubrest. Ég fór sem sagt með magavesenið mitt til læknis og fékk þá spurningu hvort ég ætti ekki vini? jú jú alveg nóg af þeim, ég var sem sagt ekki þangað komin til að borga 1000 kr. fyrir tjatt. Já sagði hann unglingsstúlkur lenda nú oft í svona og þá vantar þeim kannski vin og geta hringt í síma rauða krossins. Já sagði ég og benti honum á þá staðreynd að ég væri 54 ára gömul. Honum var alveg sama, nennti mér sko ekki.

Já ég er með magaverk og niðurgang! sagði ég og hann horfði nú á mig með svipnum, já já þessi týpan veit allt, sjúkdómsgreinir sig sjálf bara.  Já setjum þig á þunglyndislyf.....já og þá lagast niðurgangurinn spurði ég eins og fáviti?  Skoðum málið sagði hann og sendi mig heim með þunglyndislyf.

Ég fór heim og eftir nokkra daga googlaði ég þetta lyf, sem var við m.a. geðklofa, og hafði hugsanlega eftirtaldar aukaverkanir með í för og skyldi hætta inntöku lyfs strax yrði þeirra vart:

Munnþurrkur, já ég gat ekki talað fyrir bómull í munni,

Sjáanleg útbrot ( Nú nú voru þetta ekki mislinga og rauðir hundar sem komu hvert á eftir öðru)

Bjúgur var einn af aukaverkununum...aha þarna kom það af hverju ég þrýstist út um öll fötin mín eins og Michelin karlinn.

Já svo kom aukaverkunin sem varð til þess að ég staldraði við. Ef þú ert með aukna svitamyndun og hjartaflökt, þá skaltu leita læknis tafarlaust og hætta að taka lyfið.. og þarna sem ég rann um allt borð vegna sveittra bjúgóttra handleggja með hjartslátt um allt meira að segja í hárinu, þá sagði ég nú hingað og ekki lengra.

Ég var enn slæm í maganum, en núna var ég með fullt af allskona fríum aukaverkunum. 

Kona á mínum aldri  á ekki að fara til læknis, frekar að fara bara með sjúkrabíl á bráðamóttöku og segjast vera með verk fyrir brjósit, ætli þeir mundu amputera af mér löppina þá???


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Væna mín ! Fór til heimilislæknisins því nú eru svo fáir bæklunarlæknar eftir á landinu  að það þarf  tilvísun-á bæklunarlænir !

 Hún var ekki á því- vissi betur- eg fekk tilvísun á 100 stk. verkjatöflur sterkar og magatöflur til að þola verkjatöflurnar !

  Vertu heima- þegiðu - og ekki trufla lækna . punktur.

Erla Magna Alexandersdóttir, 22.6.2012 kl. 19:47

2 Smámynd: Guðlaug Björk Baldursdóttir

Einmitt!! lyf til að laga aukaverkanir á hinum lyfjunum. Hættu þessu böggi og farðu út að labba.....

Guðlaug Björk Baldursdóttir, 22.6.2012 kl. 21:00

3 identicon

Íslenska læknastéttin er ofvernduð stétt .

Númi (IP-tala skráð) 22.6.2012 kl. 22:01

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þetta er því miður staðreynd í dag.  En mig minnir að til sé drykkur sem kallast Alue vera búin til út blóminu góða.  Þessi blanda á víst að vera algjört undralyf við slæmum maga.  Hins vegar er þetta svona útlitslega séð eitthvað sem gerist hjá mér þegar ég fer á taugum.  Ertu í einhverju basli Guðlaug mín?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.6.2012 kl. 10:19

5 Smámynd: Guðlaug Björk Baldursdóttir

Já Ástríður þetta er eitthvað vesen hjá mér...en prufa allt, fasta borða rétt, borða rangt....já og fullt af allskonar pillum he he :-)

Guðlaug Björk Baldursdóttir, 23.6.2012 kl. 11:11

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

SLökun og göngutúrar gera meira gagn en töflur Guðlaug mín.  Svo er afar gott að koma þessu frá sér við einhvern sem maður treystir.  Það er vont að burðast með eitthvað sem gerir manni illt. En Ragnheiður Ólafsdóttir hún býr á Akranesi var einhverntíman að selja þessa Aloe Vera afurð.  Þú ættir ef til vill að slá á þráðinn til hennar og spyrja hana hvort þetta er ennþá í sölu.  Ég mæli frekar með einhverju svona.  Eða bara elskuleg mín ef þú átt svona plöntu að klippa af henni og sjóða þér seyði.  sakar ekki að prófa.  En endilega verður þú að koma þér á rétt ról, láta hverjum tíma nægja sína þjáningu.  Við stöndum svo oft frammifyrir einhverju sem okkur finnst ef til vill ekki skipta miklu máli en það gerir það samt og smátt og smátt koma þessi einkenni í ljós.  Og svo flökurleiki á mornana.  ÉG þekki þetta vel.

Gangi þér allt í haginn Guðlaug mín ég krossa fingur og tær.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.6.2012 kl. 12:00

7 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

eg fór til magalæknis sem GOOGLAÐI eitthvað og prentaði svo út lyfseðil.

 Hann geri ekkert gagn.

Svo fór eg á læknavaktina og hitti lækni sem var kominn yfir fermingu og hann gaf mer lyf sem þarf ekki reseft fyrir fyrir of háum magasyrum.

 Allt vesen búið ?  J'A ! þessi maður hugsaði sjálfur og hlustaði á mig !

Erla Magna Alexandersdóttir, 30.6.2012 kl. 22:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband