Vatnslásinn stýflaði, eða hvað?

Það stýflaðist hjá mér eldhúsvaskurinn núna um helgina, ekki að það sé neitt tiltökumál, en þegar maður er ekkert vel að sér í uppbyggingu pípulagna, þá getur þetta verið stórmál í tilfelli eins og hjá mér.

stifla_061204

  

Hélt nú ekki að þetta væri neitt mál, bara kaupa "mistermösköl" eins og þeir auglýsa svo grimmt í sjónvarpinu, leysir upp erfiðustu stýflur og hvað gat ég hafa sett í vaskinn sem var erfiðara en að mr. muscle réði  við.  Ég hellti skv. upplýsingum á brúsanum helming í niðurfallið og skutlaði hinu í sturtuna, (sem forvörn) ég vil helst ekki eiga svona eitur á heimilinu, ég lét þetta bíða í niðurfallinu í eldhúsinu í sólarhring til að vera örugg og skellti svo uppþvottavélinni í gang.

Nú ekkert gerðist nema það koma allt vatnið úr uppþvottavélinni upp úr vasknum, yfir allt og niður á gólf, baneitrað mistermuskölvatn. Ég tók pott og skálar og fyllti með vatni og hellti í baðvaskinn, og alltaf streymdi þetta miður lekkera vatn uppúr vasknum. 

Þá var næsta ráð að losa "vatnslásinn" ég var ekki alveg með það á hreinu hvar hann var og losaði alla hringi af öllum rörum og hreinsaði, það kom fullt af svörtu stuffi, brenndu stuffi, hver hefur sett Eyjafjallaösku í vaskinn minn? hugsaði ég og þreif og þreif, tók svo að lokum drullusokk, og hamaðist á niðurfallinu og meira stuff kom upp, en viti menn, nú var uppþvottavélin farin að leka um allt gólf. Hvernig má þetta vera, þegar ég er búin að þrífa öll rör og vatnslás og meira til.

Það þarf örugglega að brjóta upp svalirnar hjá mér, því ekki er þessi stýfla neitt á auðfinnanlegum stað.

Eigið gott kvöld, ég ætla að fara að þrífa upp vatn og athuga hvort hægt verði að brjóta upp bílaplanið ef í hart fer. 

drulli

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Úff Guðlaug þetta setur að manni hroll.  Þú hefur örugglega verið með góða hanska? Og vonandi er þetta nú þegar leist vandamál. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.6.2012 kl. 09:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband