16.11.2011 | 22:40
Uppátækin ýmisleg
Sonur minn títtnefndi var mjög svo uppátektarsamur þegar hann var yngri, hann þurfti alltaf að prufa allt, sem hann fékk "pata" af að væri hættulegt, eða helst bannað.
Hann tók til einu sinni á heimilinu og henti bara vikursteinunum sem voru á svölunum niður á götu (bjuggum á 2. hæð og já nýflutt þangað) af því að þá væri svo auðveldara að fara með þá þaðan í ruslið. Auk þess henti hann nokkrum "óbrjótandi" glösum niður líka til að kanna hvort þetta væri nú satt að þau stæðu undir nafni (þau gerðu það ekki, ekkert af þessum 5 sem hann henti niður)
Konan á neðstu hæðinni sem átti garðinn hélt að einhverjir brjálæðingar væru fluttir, því hann framkvæmdi þessa aðgerð um nótt, um sumartímann, ákvað að taka til á svölunum fyrir mömmu sína áður en hún vaknaði. Það var boðað til húsfundar hið snarasta. (ég sá mér ekki fært á að mæta)
Hann var alltaf að koma heim með allskonar stuff eins og orma sem hann setti á spýtu undir rúmið sitt. Gargaði svo 2 dögum síðar: "hver tók ormana mína?" Já einmitt!!! ég þurfti að fá utanaðkomandi hjálp við að týna þurra ormana upp! ojjjjj
Við bjuggum á þessum tíma í Grafarvogi og hann uppgötvaði mér til skelfingar einhverja laxeldisstöð í nágrenninu og var nú ekkert smá stoltur að bera björg í bú eins og hann kallaði það (nýbúin að heyra þenna frasa) og vildi endilega hjálpa. Laxinn var viðbjóður á bragðið, en ég eldaði einn, og setti nálgunarbann á laxeldið. Lét hann fyrstan smakka og hvílíkt lýsisbragð, honum fannst laxinn góður, engum öðrum, en hann var alltaf að koma heim með eitthvað svona "stuff" misónytsamlegt.
Hann hlýddi mér alveg með laxveiðarnar, en þá uppgötvaði hann nýjan ævintýraheim, Sorpu eða öskuhaugana. Nú fóru að berast bílhurðir, hátalarar, grammófónar og fleira mjög þungt dót (bráðnauðsynlegt á hvert heimili), sem hann bar uppí herbergið sitt. Þegar ég meðfærilega jafnaðargeðsmóðirin trylltist yfir þessu, þá fór hann með það til vinar síns og gaf honum. Sá var jafn hrifin, en mamman svo vanþakklát eins og hann sagði.
Hún bannaði honum að koma með þetta rusl heim til sín, en þá fékk sonur hennar góssið bara innpakkað að gjöf......eða eitthvað mér var sama svo lengi sem þetta var úr minni augsjá.
Mikið var ég glöð þegar hjólbörunum var stolið og hann gat ekki selflutt þetta bráðnauðsynlega dót af sorpu lengur.
Athugasemdir
Hahaha snillingur!
Ástríður Þórey Jónsdóttir (IP-tala skráð) 16.11.2011 kl. 22:53
Það væri vel þegið að þú linkaðir á systur þína þegar þú bloggar. Þarf alveg að leita þessa snilld uppi.
Þú og þín fjölskylda er náttúrlega harmur og snilld og allt þar á milli.
Jenný Anna Baldursdóttir, 18.11.2011 kl. 22:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.