Sparnaðarráð "hryðja"

Börnin mín lærðu snemma að taka þátt í lífinu með mér, en þegar við ákváðum að skella okkur til Spánar eitt sumarið, þá fengu þau að taka þátt í að safna fyrir ferðinni með mér, við að pakka bréfum í umslög, og þetta sátum við saman við á kvöldin og pökkuðum yfir sjónvarpinu. (Barnaverndarnefnd mundi væntanlega ávíta mig í dag fyrir barnaþrælkun)

Sonurinn tók þetta á allt annað plan en dóttirin, enda hún nú reyndar bara 8 ára um þetta leyti. Hann tók á þá ráð að safna flöskum og dósum og skellti  sér svo bara í strætó með "góssið" í 3-4 svörtum plastpokum. Ekkert að flækja málið bara einhenda sér í hlutina strax, ekkert að blanda mömmu sinni í sínar fjármögnunarleiðir.

Nú ég fór um þetta leyti með þau börnin í Borgarleikhúsið og fékk vinkonu mína með mér, en þurfti helst alltaf að hafa svona "backuppara" ef ég þyrfti að hendast út í hlénu og skilja stelpuna eftir ( já maður lærir svo lengi sem maður lifir)

Eftir hlé bólaði ekkert á "hryðja" og vinkona mín komin með andarteppu af áhyggjum, meðan ég og dóttirin alvanar, prúðbúnar og slaufum prýddar biðum bara eftir uppkallinu sem iðulega kom eftir að hann hafi verið týndur einhvern tíma á svona almenningsstöðum.

Ekkert nafnakall kom og leikritið byrjaði, mér leist nú ekkert á blikuna en þegar ég heyrði einhverjar skruðningar í hinum enda salsins, bað ég allar vættir um vernd og kom ekki "hryðji" vopnaður 3 svörtum plastpokum, fullum af dósum með tilheyrandi látum og fyrirferð yfir allt fólkið í hálfa sætaröð. Það horfðu allir á okkur og sussuðu. Ég leit á fólk á móti með hneykslunarsvip og eins forstokkuð og hægt er að vera, alveg hneyksluð á þessu barni (hefði sennilega selt það á staðnum ef það hefði boðist) Þóttist ekki þekkja pokabarnið og horfði á vinkonu mína eins og hann væri alveg á hennar vegum.

En sætavísan kom samt og talaði við mig  og bað mig að skila þessum ruslapokum, þar sem þeir væru í eigu leikhússins. Ég var alls ekki föl á litinn, þegar ég skrötli fram hjá sætaröðinni með 3 ruslapoka með þeim háværustu dollum sem ég hef fyrir hitt.

Held við höfum verið að sjá Ronju ræningjadóttur, man það þó óglöggt.

Nú hann lét þetta bakslag nú ekki stoppa sig í fjáröfluninni. Fékk hjá konu pabba síns gefins sælgætiskassa og fór nú um hverfið okkar í söluferð á "góssinu"

Hann lenti í einni söluferðinni á samstarfsfélaga móður sinnar, sem spurði hann til styrktar hverju eða hverjum hann væri að selja, því það væri venjan að ef verið væri að ganga hús úr húsi og selja þá ætti það að vera til styrktar einhverju góðu málefni.

Ekki stóð á svarinu: "jú til styrktar mömmu minni og systur sem eru að fara til Spánar"

Mér fannst mjög gaman í vinnunni daginn eftir, þegar ég var spurð hvort sonurinn fengi virkilega ekki að fara með til útlanda, heldur væri sendur í söluferðir til styrktar mér og dótturinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Guðlaug takk fyrir að vera til, svo sannarlega ertu ekki síðri en elskuleg systir þín.  En það er svoooo gott að geta hlegið það lengir lífið... vissir þú það ekki.. ójú auðvitað.  Djísús hvað þetta er notalegt.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.11.2011 kl. 00:01

2 Smámynd: Guðlaug Björk Baldursdóttir

Takk kærlega Ásthildur alltaf gott að fá svona hvatningu, þegar maður er ragur....Takk

Guðlaug Björk Baldursdóttir, 14.11.2011 kl. 00:04

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

 Þú ert frábær.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.11.2011 kl. 00:33

4 Smámynd: Ansy Björg

jesus mamma, haha èg get ekki lesid pistlana tina i vinnunni.. Folk horfir à mig eins og èg sè gedveikari en èg er i raun og veru og tad er ansi gròft :)

luv ju !

Ansy Björg, 14.11.2011 kl. 16:28

5 identicon

Þið systur, Gusla og Jenfo eruð nú meiri snillingarnir í bloggheimum. Yndisleg skrif kæru frænkur- hláturinn lengir jú lífið ....svo TAKK, TAKK!

Jóhanna Harðardóttir (IP-tala skráð) 14.11.2011 kl. 16:29

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þú ert engri lík frænka, hafið þið þennan húmor frá mömmu ykkar, held að hann sé ekki til mín megin

Knús til þín

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.11.2011 kl. 20:15

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þú drepur mig, hryðjuverkamóðir.

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.11.2011 kl. 17:19

8 identicon

Hahaha... æ Gulla min, eg grenja hreinlega ur hlatri. Cræst hvad hefur honum ekki dottid i hug.. ?? ;O)

Erna Kolding.. (IP-tala skráð) 17.11.2011 kl. 19:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband