Róm með mínum augum

Róm er sú borg sem allir þurfa að sjá einu sinni á ævinni eða þannig leið mér alla vega, þar til ég heimsótti Rómarborg hérna ekki alls fyrir löngu.  Ég fór ásamt góðum vinahópi mínum og þegar við komum til Rómar er eins og maður falli í einskonar trans. Það er allt svo menningarlegt og allt með svo mikilli sögu á bakvið sig að já eiginlega fellur maður í stafi.

Trevi

 

Ég verð þó að viðurkenna eftir að hafa haft mjög miklar væntingar til heimsóknarinnar, þá varð ég fyrir vonbrigðum með sumt. Eins og óþrifin í borginni, sem var fram úr hófi subbuleg á þessum tíma alla vega, en ég sá á 6 dögum 2 rottur inní miðri borginni og voru þær á stærð við ketti. Það setur að manni óhug að mæta svoleiðis kvikindum. Við vorum þó á 5 stjörnu hóteli (rotturnar vissu það greinilega ekki) en auðvitað getur maður alveg áttað sig á því að í stórborg er mikið rusl, en þessi siður að henda svörtum plastpokum út við gangstétt hlýtur að bjóða uppá  rottur og fleiri ófögnuð. Minnti mig eiginlega bara nokkuð á Napólí. Svo fannst mér líka sorglegt hvað allt var útkrotað öll grindverk í kringum þessi fallegu minnismerki og fallegu gosbrunna og já allar þessar minjar, voru ataðar í veggjakroti.

 En ég upplifði nú líka fegurðina í Róm, eins og Spænsku tröppurnar þær eru bara dásamlega fallegar allar fjólubláar og ævintýralegar, einmitt í maí þegar ég var stödd þarna, þegar allt var í blóma. Göturnar fyrir neðan spænsku tröppurnar eru einstaklega skemmtilegar og gaman að setjast á kaffihúsin og fá sér hvítvínsglas innan um bílana sem keyrðu alveg við bakið á manni, enda kaffihúsin með stólum alveg útað bílastæðunum. Mjög sjarmerandi fannst mér og svo vinalegt allt þar í kring, þó mikið sé um ferðamenn á þessum stöðum, er samt svo heimilislegt á þessum litlu kaffihúsum og veitingastöðum.

 

spanish steps

Við skoðum allt þetta helsta í Róm, eins og Colosseum, rústir og eiginlega allt annað markvert, nema Katakomburnar, þangað fær mig enginn niður, enda ekki nein fegurð þar að sjá, og bara ágætt að lesa um þær. Trevi gosbrunnurinn er ævintýralega flottur.

Vatikanið er náttúrulega ævintýri útaf fyrir sig og fórum við í gegnum það hópurinn, með íslenskum fararstjóra, en hún var bara svo samviskusöm og mjög svo fróð og skemmtileg, að hún sagði okkur frá hverju einasta teppi sem eru þarna í tugatali í röðum mjög falleg, en eftir svona 100 stk. já þá er bara komið nóg. Við nenntum því nú ekki alveg.

Við sáum okkur leik á borði, þar sem við sáum japanskan hóp ferðamanna, með einhverjum stressuðum leiðsögumanni sem skundaði í gegnum teppin og ákváðum að þennan vildum við elta.

Rétt náðum að kíkja í Sixtínsku kapelluna áðun en við stóðum allt í einu útá plani fyri utan Vatikanið, en við höfðum nú keypt ferð gegnum Péturskirkju, sem flestir aðrir í hópnum fóru að skoða, en á þessum tíma var verið að lagfæra kirkjuna og sillansar upp um allt, enda átti páfinn að messa daginn eftir svo allt var í vörðum og miklar varúðarráðstafanir allstaðar vegna messunar.

Péturskirkjan

 

Ég var alveg ánægð að setjast bara niður og fá mér hvítvín, meðan hópurinn skoðaði stillansana í Péturskirkjunni, enda ein kirkja á Ítalíu alveg nóg og  manni finnst maður hafa  séð þær allar,  það finnst mér alla vega. Finnst reyndar kirkjan í Milanó á Duomo alveg jafn falleg, þó ekki sé alveg að marka mig, þar sem ég fór ekki inní Péturskirkjuna sjálfa. 

Ég á eftir að fara aftur til Rómar þar er eitt sem er öruggt. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gaman að þessu ég hef aldrei komið til Rómar en ég fór til Florens og skoðaði Davíðssafnið, og svo í skakka turnin í Píza.  Get alveg ímyndað mér að Róm sé flott borg, með mikla menningu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.11.2011 kl. 20:41

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hef ekki komið til Rómar, en geri það bara er ég fer yfir glæruna, þá sér maður allt.
Kveðja til þín frænka

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.11.2011 kl. 21:59

3 identicon

Gulla þú verður að fara með mig til Ítalíu einhvern tíman! :)

Ástríður Þórey Jónsdóttir (IP-tala skráð) 6.11.2011 kl. 11:00

4 Smámynd: Guðlaug Björk Baldursdóttir

Ástríður totally, höldum allskona "ömmöl" þar. Róm er einstök alveg og þarf minnst 10 daga til að ná því helsta án þess að útkeyra sig....

Guðlaug Björk Baldursdóttir, 6.11.2011 kl. 13:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband