Hvatvísin getur orðið manni að falli

Ég hef oft áður sagt að ég sé smá fljótfær, hvatvís og óþolinmóð brussa og þetta getur haft mis slæmar afleiðingar í för með sér.

Ég fékk að kynnast því eitt sinn, þegar ég í fljótfærni hafði smurt drjúgum slatta af kremi í andlitið á mér án þess að kanna nákvæmlega um hvað krem var að ræða.

En þannig var að við vinnufélagarnir vorum að fara út að borða á einn svona frekar fancy stað eftir vinnu og ákváðum við vinkonurnar að hittast áður heima hjá einni og taka okkur til eftir vinnudaginn og fríska aðeins uppá útlitið og fá okkur smá rauðvín áður en haldið skyldi út að borða.

Ég er með þurra húð og var eitthvað óvenju slæm þetta kvöld svo ég fann eitthvað krem inná á baðherbergi og fékk mér slatta af því, til að minnka þurrkin og sagði við vinkonu mína þegar ég kom fram af baðherberginu. "Fékk mér smá krem sem ég fann þarna var það ekki í lagi?" jú jú auðvitað var það í lagi.

Við héldum svo á fyrirhugaðan veitingastað, þar sem hinir vinnufélagarnir voru þegar komnir og biðu okkar á rökkvuðum barnum. Við sátum þar góðan klukkutíma og trítluðum þá inní vel upplýstan salinn, þar sem hópur danskra karla sat á næsta borði við okkur og fannst mér þeir eitthvað vera að pískra og glápa á mig.

Noh hugsaði ég með mér drjúg með mig. Mér hefur nú heldur betur tekist upp með útlitið í kvöld og svo brosti ég mjög blíðlega til þeirra.

brunka

 

Þegar ég svo tók matseðilinn frá andlitinu, æpti vinkona mín upp og sagði: "hvaða krem notaðirðu í andlitið?" jú þetta glæra frá Guerlain sagði ég. Já en það er brúnkukrem sagði hún og allt borðið mitt lá í hláturskrampa. Mér var ekki skemmt og tók servéttuna og setti fyrir andlitið og labbaði fram á snyrtingu eins og múslimakona, þannig að rétt sást í augun.

skítugur

 

Ég var eins og krímugur krakki í framan, illa skítug og ekki einu sinni jafnsvört heldur alveg skellótt og mislit. Ég safnaði saman dekkstu meiktegundum stelpnanna, smurði þeim á mig og leit nú út eins og Wesley Snipes ljóshærð og svört í andlitinu.

Djöfuls dónar eru þessir Danir annars...... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahahaha þú ert frábær Guðlaug mín

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.10.2011 kl. 23:21

2 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Góð, freknurnar hafa sumsé breitt úr sér

Jenný Stefanía Jensdóttir, 27.10.2011 kl. 00:18

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Tek undir að Danirnir hafi verið dónar, en var ekki bara kvöldið skemmtilegt svona er þú gleymdir útlitinu?

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.10.2011 kl. 14:06

4 Smámynd: Guðlaug Björk Baldursdóttir

Milla jú kvöldið var svo skemmtileg, eftir nokkur rauðvínsglös var ég aftur orðin afar vel heppnuð útlitslega séð að mínu mati....

Guðlaug Björk Baldursdóttir, 27.10.2011 kl. 14:25

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Vissi það svo sem elskan maður er svo sexí eftir nokkur glös

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.10.2011 kl. 15:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband