Heimsókn í banka með "Hryðja"

Ég var ekki með börnin mín í pössun þegar þau voru lítil, nema hálfan daginn, þar sem frekar erfitt var að fá pössun fyrir "Skaðræðið" hann hafði verið rekin frá dagmömmu (þessi engill) eftir 4 daga, en ég viðurkenni að hann var örlítið fyrirferðamikill.

kiddi_stilltur.jpg

Ég var því oft í allskonar útréttingum með þau með mér, þegar ég var laus úr vinnunni. Ég fór dag einn í banka um mánaðarmót, en þetta var fyrir tíma þess sem allt var læst inni, gjaldkerar og tölvur og svoleiðis, meira svona allt uppá borðinu. (Vel fyrir hrun og svona)

Þar sem ég stend í röð, heyri ég allt í einu eintóna hljóð eins og tölvukerfið væri lasið, eiginlega eins og ýlfur, eða bíb hljóð. Kemur þá bankastjórinn fram og talar við gjaldkerana og snýr sér síðan að mér og spurði hvort það gæti verið að drengurinn minn hefði farið inn þar sem höfuðtölvan var geymd.

Nei sagði ég ósjálfrátt (fyrstu viðbrögð móður) var þegar þarna var komið sögu, ekki tilbúin að játa allt uppá hann (það kom síðar) enda var hann þarna bara uþb. 4 ára.

Hann kom hins vegar glaðbeittur og játaði brotið og sagðist hafa "snúð lyklinum" á stóru tölvunni niðri. Hann hafði sem sagt farið með einbeittan brotavilja og fiktað í höfuðtölvunni og slökkti í leiðinni á henni.

Ekki var hægt að afgreiða um sinn á þessum einstaklega skemmtilega degi um mánaðarmót. Já ég endurtek mánaðarmót sem í þá daga þýddi örtröð í banka, enda engin netviðskipti komin og maður þurfti bara að fara til gjaldkera með alla greiðsluseðlaog bíða í röð.

Ég sá mig knúna til að yfirgefa svæðið með "hryðja" litla og taka út öll mín viðskipti  úr meintum banka. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Uppátekarsamur!  Var hugsað til matreiðslubókarinnar góðu!  Sé stundum drenginn minn í þínum!   

Það þyrfti að vera með svona barnabeisli á upptektarsöm börn!

www.zordis.com, 10.10.2011 kl. 21:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband