Ferðalög Ítalía 2

Í Genóva er ég stödd til að læra Ítölsku í skóla sem er staddur í miðjum bænum uppá hæð, og er í húsi sem einnig er íbúðarhús, en minnir á höll að utan. Finnst mér alger forréttindi að fá að vera í þessum skóla sem heitir Scuola Tricolore, en hann er rekin af pari sem er hollenski skólastjórinn og ítalska kærastan hans, þau tóku okkur eins og fjölskyldumeðlimum enda ekki fleiri en 3 í hverjum bekk.

Ástæða þess að ég valdi Genóva frekar en t.d. San Remo, er vegna fordóma og viðurkenni ég það fúslega, áleit eftir mikla yfirsetu yfir skólum að það væri of mikið af túristum í San Remo, enda staðsetningin nánast upp við Frakkland og ekki nógu ítalskur að mér fannst, annar skóli kom til greina sem heitir Piccola Universita'Italiana og er alveg Suður við Messina í Calabriahéraðinu. (eftir lestur Gómorra kom það ekki til greina já veit það fordómar) Þar sem ég hafði nú líka verið í suðrinu í  Campagne héraðinu áður og verðið Riminiaðdáandi til margra ára á austurströndinni, þá ákvað ég að skella mér á vestur á Liguriaströndina sem hýsir Genóva.

Genóva höfninÞegar ég kom að kvöldlagi eftir frekar misheppnaða för frá Íslandi, þá blasti þessi sjón við mér og allt annað vék úr huganum.  En Genóva er byggð í svokallað panorama utan um höfnina.  Hér á árum áður var mikið um sjóræningja og fleiri sem sóttust eftir borginni, vegna legu hennar  og brugðu Genóvabúar á það ráð að byggja göturnar í völundarhús upp frá höfninni, sem kallast Porto Antico eða gamla höfnin, til að villa um fyrir misyndismönnunum.  

Það átti nú eftir að bitna á mér illilega, enda ekki með gps innbyggt, en skólastjórinn kenndi okkur strax það ráð að leita alltaf niður á við. En þetta eru mestu ranghalar sem hugsast getur, og svo þröngar  göturnar að maður gat snert húsin beggja vegna sumsstaðar. 

Gamli bærinn upp af höfninni, var einskonar Sódóma Genóvu hér áður, en Þegar G8 ráðstefnan var haldin þar í júlí 2001, þá hafi áður verið lokað fyrir allar útgönguleiðir úr hverfinu og öllum eiturlyfjaneytendum og gleðikonum og öðrum sem óprýða þóttu miðbæinn verið sópað í burtu, götur þrifnar og snyrtar og húsin leigð ungu fjölskyldufólki.  

Þetta eru mjög skemmtilegar og líflegar götur á daginn, en ekki fannst mér nú þægilegt að labba þarna um á kvöldin, þó fullt væri af fólki en hvort það var minn hugarburður eða ekki, þá fannst mér alltaf einhver ljótleiki hvíla yfir þessum bæjarhluta og var aldrei alveg örugg þarna.

Við skólafélagarnir hittumst gjarnan á bar þarna í gamla hverfinu og þar voru svona 12 barir á smá torgi og yfir öllum borðum voru stórar sólhlífar uppsspenntar á kvöldin, ekki til að forðast sólina, heldur egg sem íbúarnir í kring hentu eftir klukkan 12 á kvöldin í okkur skemmtanaglöðu námsmennina og aðrar barflugur.  Einstaklega skemmtilegt að fara heim með egg í hári og fötum ef maður var ekki nógu vel varin.

Genóva í Porto Antico er notalegt að sitja á bar langt úti í sjó, þar sem sést yfir alla höfnina,  allan fjallahringinn og hlusta á ítalska ljúfa músík og fá sér "aperitivo", sem er mjög vinsælt þarna sérstaklega fyrir námsmenn, en þá færðu þér drykk og færð mat með milli 7-10 á kvöldin, en borgar bara fyrir drykkinn.

Þarna í Genóva eru pálmatré niður við höfnina, en það er ekki svo algeng sjón Ítalíu, enda hefur víst herjað á pálmatrén, einhver pöddufaraldur sem éta trén að innan og er mjög algengt að sjá pálmatré án blaða, en þau virðast hafa sloppið í Genóva.Pálmar

Niður við höfnina er mjög vinsælt sædýrasafn, eiginlega er flest sem dregur athygli fólks staðsett þar eins og t.d. gömul skip (draugaskip), útileikhús, matsölustaðir, útsýniskúla sem hangir í þar til gerðum krönum. (Eflaust flott útsýni, en mundi aldrei fara í slíkt vegna hæðar)

Einnig er plöntusafn í glærri kúlu og er hún eiginlega útí sjó.  Ég hef nú ekki orðið svo fræg að fara þangað heldur enda alltaf biðröð í nokkra km. þegar ég hef ætlað að gefa mér tíma, en það er alltaf pláss á barnum góða sem ég sé yfir plöntusafnið. Er það ekki bara gott?

Plöntusafnið


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Mama mia, finn tómmata og hvítlaukslyktina.

hilmar jónsson, 20.9.2011 kl. 00:33

2 Smámynd: www.zordis.com

Er stelpuferð í bígerð bellizzima mía .....  Tutti amore

www.zordis.com, 20.9.2011 kl. 07:36

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Yndislegt að lesa ferðasögurnar þínar. Mig laaaaaaangar svo til Ítalíu. Djísús.

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.9.2011 kl. 09:52

4 identicon

Ohhhh, minningarnar hellast yfir, hvenær förum við aftur?  Við Hrólfur gerðumst nú svo fræg að fara í útsýnisturninn, það var algjörlega magnað!

Björk (IP-tala skráð) 20.9.2011 kl. 10:01

5 identicon

Takk Hilmar, Jenný tek þig með næst, já Þórdís það er alltaf stelpuferð í bígerð, skal sjá um skipulagningu, en ætli við komum ekki bara yfir til þín á Spánarströndina. Já Björk ég fæ svona söknuð yfir þessari grein sem ég fann ofan í skúffu. Æm on ðe keis. æm on ðe rong shelf in læf..ætti að vera svona mamma mia á Ítalíu með hvítvín í glasi og bók i hönd....en menn eru nú ekki dauðir enn.

Guðlaug Baldursdóttir (IP-tala skráð) 20.9.2011 kl. 11:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband