Ferðapistill / Ítalía 1

 Ég elska að ferðast, og hef ferðast mikið um Ítalíu, enda á ég dóttur búsetta þar, svo það liggur beinast við að sameina ást mína á Ítalíu og heimsókn til hennar.

Í suðrinu við þá fallegustu strönd sem ég hef augum litið Amalfiströndina er Positano, lítill bær, gjarnan kallaður perla Amalfistrandarinnar. Bærinn virðist hanga í fjallinu og ég viðurkenni að ferðin til Positano frá Napoli, var skelfileg fyrir lofthræðslupúkann sem ég er.

Georgio sem var sendur af hótelinu að sækja okkur til Napólí spilaði panflautumúsík á fullu blasti og keyrði eins og brjálæðingur kannski vanur að fólk væri í hræðslukasti í bílnum hans og best fyrir hann að koma því sem fyrst á leiðarenda. Ekki var laust við að ég riðaði þegar ég kom á hótelið eftir ökuferðina. Það gleymdist þó fljótt þegar yndislegur jasmín/sítrónu og einhversskonar kryddilmur læddist að vitum mínum og ævintýraljóminn á þessum stað blindaði mig svo, að ég gleymdi ferðinni. (þar til næst)

Positano er mjög rómantískur bær og yndisleg að sitja á stórum svölunum sem við höfðum og horfa á útsýnið á daginn og ekki síður ákvöldin, þegar bærinn var á að líta eins og upplýst póstkort.

Best Western

Sjórinn við Positano er einn sá tærasti sem ég hef séð við strendur Ítalíu og þarna er mikil sítrónurækt og því  allskonar sítrónuréttir í boði.  Einnig rækta þeir þarna í suðrinu mikið af því sem þeir stoltir kalla sitt náttúrulega viagra, eða chili og er hægt að fá allt frá chili kjötréttum, chilisúkkulaði og jafnvel chili-ís svo fátt eitt sé nefnt.

Við vorum þarna um páska og var mjög gaman að fylgjast með þeirra háttum eins og þegar hálfur bærinn bæði börn og fullorðin virtust taka þátt í göngu krists (fræddi Georgio okkur) á föstudaginn langa, berandi  stóran kross á milli sín og aðrir með kerti og allir klæddir í hvíta kyrtla. Mjög magnað!

Þar sem bærinn er í fjalli og vegirnir afskaplega þröngir, þá eru tröppur frá strönd og upp fjallið á milli húsanna og já ég segi nú bara kirkjutröppurnar á Akureyri hvað? Ég held að ég hafi verið með strengi í fótum uppá hvern dag þarna í 8 daga.

Hægt er að taka rútuna til Salerno og Amalfi sem eru báðir yndislegir bæir, en ég segi taka rútuna, því ekki mundi ég vilja keyra á þessum syllum, en þeir virðast geta keyrt þessa þröngu vegi og mætt bílum, en ég varð ansi oft að loka augunum og biðja til guðs og lofa bót og betrun ef ég hefði ferðina af. 

Það er síðan stutt að fara til Sorrento sem er yndislegur bær og þar eru til dæmis appelsínutré og sítrónutré á öllum götum miðbæjarins og er ekki ónýtt að fara og versla og kippa með sér einni appelsínu á leið úr búðinni af næsta tré.

þar sem ég hafði lesið bókina Gómorra um Napólímafíuna skömmu áður en ég fór til Positano, þar sem höfundur lýsir því hvernig farið var með jörðina í Campagne héraðinu. Heilu geislavirku hlössunum var komið fyrir þar í jörðu ásamt fleira mengandi rusli, þá var það nú eiginlega það eina sem skyggði á hamingjuna yfir því að vera þarna. Hvernig er hægt að eyðileggja paradís með gróðrahyggjunni einni saman. 

En á þetta var aldrei minnst á af Georgio bílstjóranum okkar vingjarnlega, sem þjónaði einnig fríviljugt sem leiðsögumaður. (Hann skildi aldrei ensku, þegar reynt var að spyrja hann út í þetta, hann hækkaði bara í fj...panflautumúsíkinni) Hann benti okkur þó á marga skemmtilega svæði, enda hann búsettur í Positano. Einn stað sagði hann að við yrðum að skoða og það var Capri. Sem við gerðum en síðar meira um það.

Positano er sá staður sem ég kalla paradís á jörðu og mun fara þangað aftur þó síðar verði.

Útsýnið í Positano

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég ætla fara þangað, þvílíkt flott mynd.. Er einmitt að leita að stað til að fara eftir prófin

Guðlaugur H (IP-tala skráð) 19.9.2011 kl. 18:11

2 Smámynd: Ansy Björg

ohh það var svo æðislegt þarna.. einmitt einstaklega þægilegt fyrir lofthrædda og göngu garpa eins og mig sem tekur hæðirnar í einum spretti í hælum :)

Ansy Björg, 19.9.2011 kl. 18:14

3 Smámynd: Guðlaug Björk Baldursdóttir

Gíi minn þá er nú ekki verra að eiga frænku á Ítalíu, sem getur vísað mönnum leiðina.

Guðlaug Björk Baldursdóttir, 19.9.2011 kl. 18:22

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Yndislegt. Frábært að lesa.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.9.2011 kl. 19:19

5 Smámynd: hilmar  jónsson

Ég fæ fiðring og ferðalöngun. Frábær pistill. Takk fyrir..

hilmar jónsson, 19.9.2011 kl. 19:22

6 identicon

Ég þangað og Anna sér um þetta allt saman :) Anna mIn ég tek enga spretti og helst ekkert sem telst til hreyfingar en lofthræddur er ég ekki þannig við sigrum þetta í sameiningu

Guðlaugur H (IP-tala skráð) 20.9.2011 kl. 11:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband