Samband bíla og konu

Bílar eru fyrir mér bara svona "þægindargræja" til að komast milli staða og skilgreini ég þá annað hvort sem græna, svarta nú eða rauða sem sagt eftir litum. Ég er ekkert að velta því fyrir mér hversu mörg "kúbikk" þeir eða eru eða þannig hlutum.

Eftir að ég varð einhleyp og mitt hlutskipti varð að fara með minn bíl á verkstæði og átti kannski erfitt með að lýsa nákvæmlega hvar eitthvað hljóð kom (fyrir aftan farþegasætið??) þá kannski eðlilega fannst mér ég meðhöndluð eins og fáviti og fékk á tilfinninguna að bifvélavirkinn hugsaði: " já já þessi kallinn LJÓSKAN ganga þær nú nokkuð á öllum ætli það sé ekki bara rúðuþurrkurnar sem þarf að skipta um og þá þegir hún, ekkert að þessum bíl"

Jæja ég er kannski ljóshærð en ekki heiladauð, svo ég tók á það ráð í hvert sinn sem ég fór með öldruðu Toyotuna mína (lesist: hvítur bíll) að spyrja hvað hefði nú verið að. Ég eignaðist nýtt orðasafn, svona eins og jú jú kúplíngin er nú að gefa sig, viftureimin er slök, hljóðkúturinn götóttur og eitt orð sem átti eftir að breyta lífi mínu "spindilkúlurnar".

Með þetta orð í farteskinu voru mér allir vegir færir, ef ég fór á verkstæði, þá sagði ég gjarnan: "það er eitthvað að og ég hallast að því að það séu spindilkúlurnar" það passaði verkstæðismaðurinn hofði á mig með aðdáun. Þarna fór kona með þekkingu. Ég fullyrði að bílaviðgerðareikninarnir mínir snarlækkuðu með þessari nýtilkomnu þekkingu minni. Já það er gott að vera klár.

Einu sinni sem oftar er ég stödd á Ítalíu og er að keyra í Toscana á leið minni til Flórens, þegar ég varð vör við að það kom gífurleg þoka allt í einu, og heyrðist rosalegt hljóð undan Ford Focusnum (ég veit það núna á eins bíl í dag). Ég var ásamt nokkrum systrum á ferð og þær sögðu mér að það kæmu eldglæringar undan bílnum (sjálfsagt laust púströr) en þokuna gat ég ekki skýrt því hún var bara í kringum minn bíl.

Ég fann verkstæði og sagði mágum mínum að ég skildi bara annast þetta, væri búin að taka námskeið í ítölsku og ég væri bara góð í þessu. Ég ætlaði nú ekki að láta einhvern Ítala plata mig íslensku ljóskuna, sem vissi nú eitt og annað um bíla. 

Macchina Rotto (ónýtur bíll) sagði ég við manninn á verkstæðinu. Si si sagði hann, en hvernig segi ég nú spindilkúlur á ítölsku (það var EKKI í bókinni, muna kaupa bók á ítölsku um viðgerðir bíla). Ég ákvað því að reyna enskuna hmmmmmm: I think  the "SPÆNDELBALLS" are broken byrjaði ég, hann varð ekkert hrifin og sagði: No capisco og ég reyndi aftur "IL SPJUNDELBALLINO" ?? (enginn hrifning) No capisco sagði hann og hristi hausinn. Vesen nú fyrst hann vildi ekki hjálp, þá varð hann bara að finna út úr þessu sjálfur.

Þetta endaði vel, það vantaði víst bara vatn á vatnskassann (Aquakassino???) og púströrið var laust (vissi það nú) en hvernig ætli maður segi púströr á ítölsku?????


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hahahhaa jújú spjundelballino! Smart en hvað eru spindilkúlur? Ekki er ég nú ljóshærð gella eins og þú en veit þetta ekki

Inga Hrefna (IP-tala skráð) 18.9.2011 kl. 13:17

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Arg, endilega taktu með í næstu ferð til Ítalíu. Þú drepur mig krakki.

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.9.2011 kl. 13:29

3 identicon

love you

Hilma Ösp (IP-tala skráð) 18.9.2011 kl. 13:48

4 Smámynd: Guðlaug Björk Baldursdóttir

Inga Hrefna mín, spindilkúlur eru í vélinni á bílnum. Annað veit ég ekki!!!!!þetta er meira svona til að sýnast að geta hent fram svona allskonar orðum tengdum bílum, alveg eins og þegar við vorum á verðbréfamarkaðnum með okkar Indversku tölvusnillinga, ekki viss um að margir hefðu skilið það mál manstu he he!!

Guðlaug Björk Baldursdóttir, 18.9.2011 kl. 15:20

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þú ert aldeilis sjálfbjarga ég set minn bara í hendurnar á tengdasyninum, ek þar til bensínmerkið birtist með tilheyrandi bíbbi reyndar passa ég vel upp á að láta smyrja hann eins og bókin segir til um, bílar eiga bara að vera til að aka þeim

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.9.2011 kl. 17:00

6 Smámynd: Guðlaug Björk Baldursdóttir

Guðrún já ég er svo sammála þér, vantar bara tengdason á landið, þar sem minn er á Ítalíu.

Guðlaug Björk Baldursdóttir, 18.9.2011 kl. 17:31

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hvar er ný færsla?

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.9.2011 kl. 17:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband