28.9.2025 | 12:19
Fólk er fífl í öllum löndum!!
Mætti halda að fíflunum væri að fjölga í kringum mig eins og við segjum gjarnan. Ég get þó ekki orða bundist þegar maður rekst á hvert fíflið á fætur öðru og vil ég gjarnan kalla fólk sem ekki hefur lágmarksþekkingu á einhverfu eða hegðun barna yfir höfuð bara fífl og fer ekki ofan af því.
Við litla fjölskyldan fórum á dásamlegan lítinn ítalskan pizzastað í San Miquel á Spáni og með okkar einhverfa gaur sem er smá órólegur þessa dagana enda mikið búið að ganga á hjá okkkur fjölskyldunni í flutningum og fleira tilfallandi. Strákurinn labbaði 3svar sinnum að borði fyrir aftan okkur og sagði eitthvað og þegar hann kom í þriðja skiptið var hann ekki varaður við heldur lamdi maðurinn hann. Fullorðin maður með konunni sinni og hundspotti að borða úti og fannst það bara heppilegt að lemja barn sem var smá pirrandi kannski að segja við hann "Do you have any balloons?"
Ekki vildi betur til að ítölskumælandi gestur á staðnum trylltist við manninn sem og ég hin settlega lekkera kona spurði hann hvort hann væri fáviti og hvort hann sæi ekki að barnið væri einhverft!!! No that doesn´t show!!!! Þá sagði sá ítalski að hvort sem barnið væri einhverft, adhl eða bara normal eins og flest börn flokkast undir þá snertir maður ekki annara börn.
Nú Karma beit hann í bossann, stór hundur gekk framhjá og litla kvikindið hans trylltist og gelti og gelti og sagði sá ítalski þá: "Nú er enginn barinn enda dýr en ekki barn". Ég held bara að ég þurfi að fara að gera bæklinga til að grýta í svona fáráðnlinga ef ég má segja svo.
Við höfum ekki getað farið út í 2 daga með okkar gaur því hann tekur þetta nærri sér þó hann gefi það ekki upp enda talar hann ekki. Hann er búin að vera í "meltdowni" í 2 daga.
Já þau voru Belgar!!!!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)