Skólamál Einhverfra!!!

Í dag er ég hreinlega svolítið pirruð (lesist brjáluð) Ég er amma barns með dæmigerða einhverfu og er hann 9 ára í dag. Skólagangan hans allt frá leiksskóla hefur verið lituð af mismunandi áföllum fyrir hann. Fyrsti leiksskólinn var með aðstoðarmann fyrir hann sem hætti fyrirvaralaust og það er ekki gott fyrir barn sem er ótalandi en skilur og er lengi að tengjast fólki.  Fengum að vita það eftir að barnið var brjálað í hvert sinn sem við keyrðum í átt að leiksskólanum að aðstoðarmaðurin hans hefði hætt eins og flestir vilja gera sem eru í þessu láglaunastarfi. Gott að komast að því svona eftir á þegar að barnið er búið að mynda óþol fyrir leiksskólanum. Þeirra vandamál var bara sett á ís og ekkert verið að fræða foreldrana um að hann væri bara með öllum krökkunum í látunum sem þar voru. 

Hann neitaði skólanum algerlega og þurfti 2 starfsmenn og móður til að ná honum þá 3 ára út úr bílnum sparkandi og öskrandi.

Nú hann fór á næsta leiksskóla og hitti yndislega stúlku sem annaðist hann og var hans hjálparhella.  Þau tengdu vel og urðu góðir vinir og hann blómstraði.  Hún veiktist og fór í 6 mánaða frí og enn og aftur var ekkert verið að tilkynna það og barnið orðið andsnúið leiksskólanum og fór sem fór.  Hann hætti! Ekki séns að koma honum á leiksskóla.  Hann lætur ekki bjóða sér það sem hann ekki vill og þá voru góð ráð dýr, þarna er hann orðin 4 ára og mamman ekki getað farið í vinnu því það eru allskonar aukatímar sem foreldrar þurfa að sjá um eins og talþjálfun, iðjuþjálfun, sjúkraþjálfun og fleiri aukatímar. 

Honum var boðið að koma á þriðja leiksskólann eftir að mamman hafði sagt farir sínar ekki sléttar í fjölmiðlum og þar líkaði honum vel og hafði góðan stuðningsaðila. Þegar harðna fór á dalnum þá var stuðningsaðilinn með 2 einhverf börn með mismunandi þarfir en þá var litli bróðir hans sem er góður stuðningur fyrir hann kominn á leiksskólann og mætti oftar en ekki til að kíkja á bróður sinn. Þetta gekk upp og svo byrjar skólagangan.

Mamman fékk í gegn með fundum og skrifum og veseni því framgengt að hann færi í sérdeild og gekk það frábærlega en fram til nóvember á síðasta ári þegar búið var að skipta um kennara árlega, sérkennara árlega, aðstoðarmenn einnig árlega eða oftar, stuðningsaðila í frístund oftar og hann algerlega ruglaður.  Skólinn gerði allt til að hjálpa okkur en þegar ekki er nægilegt starfsfólk  og fleiri börnum troðið í skólann og frístund þá verður það til þess að fötluðu börnin sitja eftir með angist og heyrnartól til að heyra ekki skarkalann og byggja upp kvíða og hræðslu og þá er ekki gott að koma þeim í skólann og aftur þurfti 2 kennara og móður til að ná honum út úr bílnum, en þá er hann orðin 8 ára og sterkur og stór. 

Hann hætti sem sagt að mæta í skólann í nóvemberbyrjun og skólinn kom til móts við hann og kom heim með skólaefni en hann var svo hræddur við allt skólatengt að hann neitaði að hitta kennarann og rak hana út og brjálaðist í hvert sinn sem hún kom samviskusamlega með skólaefni.  Sagði: "I am not a schooler I am a homer". "Get out your filthy brat" (úr kvikmynd)

Sérkennarinn hans lagði lykkju á sína leið og fann fyrir hann annan  skóla og frístundarheimili.  Hvað þýðir það. Jú jú sama fyrirkomulag og var í hinum skólanum, nema annað nafn á skóla. Við sóttum um Klettaskóla en það er til háborinnar skammar að klettaskóli rúmar um 70 börn en hefur 140 í skólanum. Á hverjum bitnar þetta nema börnunum og kennurum og fjölskyldum.

Hann fékk greiningu hjá Greiningarstöð ríkisins um að hann væri með mikla þroskaskerðingu og  "non verbal" þ.e. tjáir sig ekki nema í frösum og kvikmyndatextum á það til að segja spekingslega upp úr þurru: "The sky is full of stars and that make me wonder why tulips have green leaves". Virkar mjög vel lesin. 

Hann fékk synjun hjá Klettaskóla þótti ekki nógu fatlaður á pappírum sem sögðu reyndar að hann væri kanditat þar og hvergi annarsstaðar. EN það var ekki búið að stimpla pappírana og fara yfir þá hjá Greiningarstöðinni og það getur tekið allt að 36 mánuði!!! Hvað þá?? Jú jú foreldrar taka að sér kennslu og reyna að fikra sig áfram, barnið er heima áfram. Ég vildi að allir foreldrar sem sitja uppi með börnin sín heima vegna máttleysi yfirvalda  létu í sér heyra og krefja stjórnvöld að virða skólaskyldu allra barna ekki bara heilbrigðra "normal" barna. 

Garðabær er að opna skóla haustið 2026 fyrir allt að 5 nemendur. Hvað með hina 42 sem taldir voru hæfir í Klettaskóla nú í haust en komust ekki að  og hina 10 sem voru ekki hæfir (minn einn af þeim og getur ekki verið einn í mínútu, samt óhæfur kandidat). Þarna er nú ekki hljóð og mynd að fara saman, búið að viðurkenna vandann, en tekur 3 ár að stimpla!!!Vantar ekki fólk í vinnu á Greiningarstöð ríkisins ef 3 ár tekur að skutla stimpli á pappír? 

Ég segi það satt að það þarf að fara að skoða heildarmyndina, það er alveg nóg fyrir foreldra að þurfa að berjast við að halda öllu saman, án þess að þurfa að taka að sér kennslu barna sinna. Foreldrar sem eignast einhverf börn eiga ekki að hafa það yfir höfði sér að geta ekki nýtt sér sitt nám og farið útá vinnumarkað af því að það er ekki neina hjálp að fá og þarf að berjast fyrir öllu nú eða stofna sinn eigin skóla eins og okkur hefur dottið til hugar eins og Arnarskóla!

Ég segi því það er ekki skólaskylda á Íslandi nema fyrir suma og eigið góða verslunarmannahelgi.  Annars er ég góð!


Skólamál Einhverfra!!!!

Í dag er ég hreinlega svolítið pirruð (lesist brjáluð)Ég er amma barns með dæmigerða einhverfu og er hann 9 ára í dag. Skólagangan hans allt frá leiksskóla hefur verið lituð af mismunandi áföllum fyrir hann. Fyrsti leiksskólinn var með aðstoðarmann fyrir hann sem hætti fyrirvaralaust og það er ekki gott fyrir barn sem er ótalandi en skilur og er lengi að tengjast fólki.  Fengum að vita það eftir að barnið var brjálað í hvert sinn sem við keyrðum í átt að leiksskólanum að aðstoðarmaðurin hans hefði verið rekin enda í neyslu. Gott að komast að því svona eftir að barnið er búið að mynda óþol fyrir leiksskólanum. Þeirra vandamál var bara sett á ís og ekkert verið að fræða foreldrana um að hann væri bara með öllum krökkunum í látunum sem þar voru. 

Hann neitaði skólanum algerlega og þurfti 2 starfsmenn og móður til að ná honum þá 3 ára út úr bílnum sparkandi og öskrandi. Sem sagt ekkert spenntur að fara inn.

Nú hann fór á næsta leiksskóla og hitti yndislega stúlku sem annaðist hann og var hans hjálparhella.  Þau tengdu vel og urðu góðir vinir og hann blómstraði.  Hún veiktist og fór í 6 mánaða frí og enn og aftur var ekkert verið að tilkynna það og barnið orðið andsnúið leiksskólanum og fór sem fór.  Hann hætti! Ekki séns að koma honum á leiksskóla.  Hann lætur ekki bjóða sér það sem hann ekki vill og þá voru góð ráð dýr, þarna er hann orðin 4 ára og mamman ekki getað farið í vinnu því það eru allskonar aukatímar sem foreldrar þurfa að sjá um eins og talþjálfun, iðjuþjálfun, sjúkraþjálfun og fleiri aukatímar. 

Honum var boðið að koma á þriðja leiksskólann eftir að mamman hafði sagt farir sínar ekki sléttar í fjölmiðlum og þar líkaði honum vel og hafði góðan stuðningsaðila. Þegar harðna fór á dalnum þá var stuðningsaðilinn með 2 einhverf börn með mismunandi þarfir en þá var litli bróðir hans sem er góður stuðningur fyrir hann kominn á leiksskólann og mætti oftar en ekki til að kíkja á bróður sinn. Þetta gekk upp og svo byrjar skólagangan.

Mamman fékk í gegn með fundum og skrifum og veseni því framgengt að hann færi í sérdeild og gekk það frábærlega en fram til nóvember á síðasta ári þegar búið var að skipta um kennara árlega, sérkennara árlega, aðstoðarmenn einnig árlega eða oftar, stuðningsaðila í frístund oftar og hann algerlega ruglaður.  Skólinn gerði allt til að hjálpa okkur en þegar ekki er starfsfólk og fleiri börnum troðið í skólann og frístund þá verður það til þess að fötluðu börnin sitja eftir með angist og heyrnartól til að heyra ekki skarkalann og byggja upp kvíða og hræðslu og þá er ekki gott að koma þeim í skólann og aftur þurfti 2 kennara og móður til að ná honum út úr bílnum, en þá er hann orðin 8 ára og sterkur og stór. 

Hann hætti sem sagt að mæta í skólann í nóvember og skólinn kom til móts við hann og kom heim með skólaefni en hann var svo hræddur við allt skólatengt að hann neitaði að hitta kennarann og rak hana út og brjálaðist í hvert sinn sem hún kom samviskusamlega með skólaefni.  Sagði:"I am not a scooler I am a homer". "Get out your filthy brat" (úr kvikmynd)

Sérkennarinn hans lagði lykkju á sína leið og fann fyrir hann annan  skóla og frístundarheimili.  Hvað þýðir það. Jú jú sama fyrirkomulag og var í hinum skólanum, nema annað nafn á skóla. Við sóttum um Klettaskóla en það er til háborinnar skammar að klettaskóli rúmar um 70 börn en hefur 140 í skólanum. Á hverjum bitnar þetta nema börnunum og kennurum og fjölskyldum.

Hann fékk greiningu hjá Greiningarstöð ríkisins um að hann væri með mikla þroskaskerðingu og  "non verbal" þ.e. tjáir sig ekki nema í frösum og kvikmyndatextum á það til að segja spekingslega upp úr þurru: "The sky is full of stars and that make me wonder why tulips have green leaves". Virkar mjög vel lesin. 

Hann fékk synjun hjá Klettaskóla þótti ekki nógu fatlaður á pappírum sem sögðu reyndar að hann væri kanditat þar og hvergi annarsstaðar. EN það var ekki búið að stimpla pappírana og fara yfir þá hjá Greiningarstöðinni og það getur tekið allt að 36 mánuði!!! Hvað þá?? Jú jú foreldrar taka að sér kennslu og reyna að fikra sig áfram, barnið er heima áfram. Ég vildi að allir foreldrar sem sitja uppi með börnin sín heima vegna máttleysi yfirvalda við að virða skólaskyldu allra barna ekki bara heilbrigðu normal barna. 

Garðabær er að opna skóla hausti 2026 fyrir allt að 5 nemendur. Hvað með hina 42 sem taldir voru hæfir í Klettaskóla nú í haust en komust ekki að  og hina 10 sem voru ekki hæfir (minn einn af þeim og getur ekki verið einn í mínútu, samt óhæfur kandidat).

Ég segi það satt að það þarf að fara að skoða heildarmyndina, það er alveg nóg fyrir foreldra að berjast við að halda öllu saman, án þess að þurfa að taka að sér kennslu barna sinna. Foreldrar sem eignast einhverf börn eiga ekki að hafa það yfir höfði sér að geta ekki nýtt sér sitt nám og farið útá vinnumarkað af því að það er ekki neina hjálp að fá og þarf að berjast fyrir öllu nú eða stofna sinn eigin skóla eins og okkur hefur dottið til hugar eins og Arnarskóla!

Ég segi því það er ekki skólaskylda á Íslandi nema fyrir suma og eigið góða verslunarmannahelgi.  Annars er ég góð!


Bloggfærslur 3. ágúst 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband