10.8.2025 | 13:02
Kashiwa-mochi/Berjamó
Veit einhver hvað Kashiwa-mochi er??? Ekki vissi ég það fyrr en í gær að við ákváðum "spontainiously" að skella okkur í berjamó með 2 stk. stráka! Sá yngri var hrifin enda allt morandi í berjum bæði bláberjum sem hann sagðist elska meira en "rækjuberin" (krækiber). Við vorum ekki með ílát en fundum í dótinu sem var í skottinu á leið á Sorpu frábæra lausn eða eldfast mót sem gæti rúmað hálfa kind og þungt eftir því. Eldra barnið vildi rauð ber og meint KAshiwa-mochi sem er einhversskonar hrísgrjónakúla vafin í laufblað. Við fundum hana ekki, en týndum smá ber með hann frekar ergilegan á kantinum og lofuðum að fara í Krónuna og kanna hvort ekki væri til Kashiwa-mochi. Það var ekki til og þá voru góð ráð dýr! Hann fékk allskonar staðgengla, eins og rifsber í stað rauðu berjanna, kókoshnetu, melónu, Fava baunir, avokadó og fleira sem vonast var til að hann sætti sig við. Hann vildi frekar rauð ber sem vaxa hjá Ísaksskóla og þau voru að sjálfsögðu sótt. Mamman klifraði með skæri og náði í góðan bút af berjum. Heimilið er núna með fullt af berjalyngi, trjábútum og berjum (afsakið umhverfissinnar) en allt er gert til að styggja ekki barnið því það getur kostað slæmt "meltdown". Nú hann gaf sig ekki með þetta Mochi svo hann fann mynd af því þar sem kona var að hekla eitt svona stykki. Nú amma gæti þá bara heklað svona. (Amma kann ekki að hekla) Hann gaf sig ekki því hann vildi svona og sagði nokkur þúsund sinnum:"amma heklaðu" Ég kann að prjóna og já prjónaði bolta og laufblað með línum í og alles algert "meistarastykki" Bíð nú eftir listamannalaunum sem eru nánast aukaatriði, þar sem við erum með ánægt barn með sitt Kashiwa-mochi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)