1. maí gangan á Sardeníu til 4. maí.

Já 1. maí gangan eins og við þekkjum hana á Íslandi er ekki eins hérna á Sardeníu, en hún er ekki fyrir baráttu verkalýðsins, heldur er þetta 4. daga ganga til heiðurs San Efesio dýrðlings þeirra Sarda. Þeir ganga frá Cagliari þann 1. maí til Sarroch og þaðan til Pula og þá til Nora á ströndina sem heilagur Efesio var hálshöggvin árið 1652, þar sem hann neitaði að hætta krisnu trúboði. Hann var fangelsaður í Cagliari og farið með hann í skjóli nætur á ströndina í Nora svo ekki yrði uppþot af hans fylgjendum, sem skýrir gönguna þessa 4 daga.

Þann 1. maí fór ég í miðbæinn að skoða herlegheitin, aðra eins skrúðgöngu hef ég ekki séð, fleiri fleiri vagnar dregnir af skreyttum nautum fullir af fólki konum og börnum í gullskreyttum þjóðbúningi þeirra Sarda, vagnarnir yfirskreyttir með blómum og trjágreinum,allar götur skreyttar með slaufum skrýddum pálmablöðum og blóm meðfram allri leið dýrðlingsins auk þess sem litlir fánar eru strengdir yfir allar götur og svo ofan á þetta allt, henda þeir miklu magni af rósablöðum á götuna svo mjúkt sé nú fyrir hersinguna að ganga göturnar. Eftir nautunum koma svo prestar, djáknar og nunnur með talnaband í höndum ofan á fermingarvasaklútum, kyrjandi einhverjar bænir og þá síðast pólitíkusar og herforingjar úr hernum. 

Loksins kemur svo Heilagur Efesio í glervagni dregnum af mest skreyttu nautum sem ég hef séð. Ég var spennt, en viti menn kemur þessi drellifíni uppábúni gullskreytti plastkarl í glerbúri fullu af gullgjöfum, sem fólk hefur sett inn til hans til að öðlast betra líf, fá heilsu eða hvað það nú telur sig vanta. Ég fékk hláturskast, hann var eitthvað svo lítið fyrir mann að sjá þessi dýrðlingaplastkarl.images

Hérna er drukkið og borðað og dansað þessa 4 daga, en heilögum Efesio er skellt inn í skreyttar kirkjur yfir blánóttina.  Búðir eru svona opnar eftir hentugleika, en virðist þó ekki bundið við þessa 4 daga, þær eru opnar svona stundum, alltaf á morgnana. Svo loka þær bara svona nokkra tíma getur teygst á tímanum fram eftir kvöldi. Tónleikar voru haldnir hérna á torginu í tilefni dagsins og voru menn með börn sín fram eftir nóttu, bærinn var troðfullur af fólki, þegar ég fór heim um 3 leytið. Daginn eftir var svo búið að þrífa upp öll rósablöðin til þess eins að henda þeim á aftur, þegar skrúðgangan færi til baka.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband