Sendiboðinn skotinn

Hérna á Sardeníu er fólk ekki sett í flokka, það er ekkert aðhafst með fólk sem er lasið á geði, með AHDH eða bra skrítið fólk yfirhöfuð. Það tíðkast ekki hérna að gera neitt mál út af fólki sem á við geðræn vandamál að stríða, það er ekki sent til sálfræðings eða geðlæknis. Það hins vegar er margt spjallað á svona litlum stöðum og ég hef heyrt meira um fólk sem ég þekki ekki neitt heldur en ég veit um sumt af mínu eigin fólki. Óheppnasti gaurinn hérna er án efa Gino, hann á vin Roberto sem er frekar skrítinn, sá talar lítið vegna feimni, nema ef vera skyldi eftir nokkra áfenga drykki. Í vetur skelltu þeir sér til Bali á hótel og voru þreyttir eftir ferðina sem var löng, en ákváðu samt að fara í garðinn og skoða og skella sér aðeins í sólbað.  Á borðinu í garðinum var borð með drykkjum og Roberto spurði hvort þeir ættu að fá sér að drekka, en ekki alveg strax sagði Gino. Nú Roberto stóð upp og fór á salernið og fékk sér drykk í leiðinni, var ekkert að spyrja heldur tók hann með sér og þambaði. Nú hann fór nokkrar svona ferðir og tók sér alltaf drykk í leiðinni, svo fór að Gino spurði hvort Roberto væri ekki til í að koma og athuga með þessa drykki. Nei ég er bara ekert þyrstur svaraði hann. Fljótlega sagðist Gino þreyttur og vildi fara upp að hvíla sig smá, alveg þyrstur fyrir allan peninginn. Daginn eftir sagðist Roberto ætla að fara á barinn og reyna að fá kaffi fyrir þá félaga með bendingum svo hann þyrfti ekki að tala. Það tókst ekki betur en svo að hann endaði á því að sitja á barnum til 1 um nóttina og kom haugfullur uppá herbergi, en hann hafði læst Gino inni á herberginu, þannig að Gino var sem sagt ekki búin að drekka eða borða í 2 daga.

Nú Gino á annan vin sem heitir Marco, sá á kærustu sem heitir Maria og sú var eitthvað að halda við giftan mann og kona þess gaurs hringdi í Gino, enda líka vinkona hans og spurði hann um málið, hann sór allt af sér og þóttist ekkert um málið vita. Bróðir hennar hringdi þá í Gino og hótaði honum lífláti og einnig Marco vinur hans var líka reiður honum fyrir að láta sig ekki vita um málið, eins og hann hefði verið með í þessu framhjáhaldi. Eina sem aumingja Gino hafði af sér gert er að fá sér drykk á barnum sem Maria var að vinna á sama kvöld og atburðurinn átti sér stað. Allt sem sagt gleymt um framhjáhaldið og það allt, en allir reiðir við Gino, sem átti að hafa sagt eða ekki sagt eitthvað við einhvern. Talandi um að skjóta sendiboðann. 

Sjálfur er Gino í sambandi við gifta konu frá Venezuela sem er búin að vera á leiðinni að skilja við manninn sinn sl. 9 ár, fyrst frestaði hún því, vegna þess að hún þurfti dvalarleyfi, nú svo fæddist barnið þeirra hjóna, svo var húsið sem Gino byggði fyrir hana ekki tilbúið, nú svo er það til, en þá á frænka hennar eflaust afmæli, svo já Gino er sennilega ekki heppnasti gaurinn á Sardeniu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband