Rakarinn í Pula

Hérna í litla bænum Pula á Sardeníu er margt skrítið og skemmtilegt og rakarinn hérna annar af tveim sem eru starfandi hérna í bænum er uppspretta af sögum í öllum veislum og hafa allir sögu af honum að segja. Í fyrsta lagi er hann vinsælli rakarinn hérna af þessum tveim, því Sardeníubúum finnst hann vera töff. Hann er með rastagreiðslu og tagl niður á bak og byrjar daginn á drykk Sarda sem er Spritz og vel áfengur en það er hans morgunmatur.

Tengdasonur minn fór til hans í vikunni og bað um klippingu hann sendi hundinn að sækja dagbókina sína og bað tengdasoninn að koma aðeins á næsta bar meðan hann skoðaði hana. Fékk sér spritz og sagðist alveg upptekinn, en hann ætti lausan tíma um kvöldið. Tengdasonurinn mætti þá á tilsettum tíma ásamt vini sínum sem átti einnig tíma þetta kvöld og þeir mættu á barinn að sjálfsögðu og var rakarinn orðinn vel drukkinn, en sagðist taka einn í einu og hvíla sig á milli. Vinurinn fór fyrstur og leið og beið og tengdasonurinn farinn að undrast um þá og kíkti inn, jú vinur hans sat í stólnum og með helming af hárinu klippt, en rakarinn hafði í fyrsta lagi klippt einhvern frænda sinn og látið hann bíða á meðan, svo eftir það hafði hann farið út að hitta mann (kaupa sér jónu) og var ekki kominn aftur og hafði vinurinn verið svona hálfklipptur í rúma 2 klukkutíma. Þeir félagar fóru aftur á barinn og löngu síðar kom rakarinn á barinn og spurði af hverju hann hefði farið úr stólnum? Hvurslags óþolinmæði þetta nú væri?

Ok þá fæ ég mér einn drykk áður en við klárum sagði hann svo.  Sirka 3 drykkjum síðar og mun léttari pyngju hjá þeim félugum ákvað hann að klára klippinguna á vininum, en tengdasonur minn ákvað að hinkra til næsta dags, enda klukkan orðin 4 að nóttu og ennþá ekki búið að fullklára klippingu vinarins og það hafði tekið 7 tíma, svo hann ákvað að fara til hins rakarans daginn eftir. Vinurinn var þó ágætlega klipptur og nokkuð sáttur, fannst þetta þó fulldýrt, þ.e. allir drykkirnir. Klippingin sjálf kostaði reyndar bara 30 evrur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sorry en 30€ er dýr klipping, eins gott að ég komi klippt yfir hehehe

Zordis (IP-tala skráð) 4.5.2016 kl. 18:09

2 identicon

Þórdís mín, held ekki að tíminn þinn hérna mundi duga til að fá klippingu he he

Guðlaug Björk Baldursdóttir (IP-tala skráð) 5.5.2016 kl. 13:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband