Um sjálfa mig.

Þegar maður tekur ákvörðun að blogga og hleypa þar með fólki í líf sitt, finnst mér ég þurfa að skilgreina manneskjuna á bak við skrifin. Þar sem ég segist vera af óræðum uppruna, má ekki svo skilja að ég viti ekki hvaðan ég er, nei alls ekki.  Ég á föður sem er hávaxinn, bláeygður og ljós yfirlitum og móður sem er alger andstæða þ.e. svarthærð, brúneygð með brúna húð, og er hún rétt rúmlega málbandið á hæð eða rétt um 150+cm ef vel er teygt úr henni.

Mamma mín er ættuð að austan og þar eru náttúrulega frönsku genin komin og er öll hennar ætt lágvaxin og svarthærð með brún augu og jú jú þennan líka svakalega fallega ljósbrúna húðlit. 

Ég aftur á móti fékk dass af albínisma í mig, en það þýðir að ég er með gölluð litagen, ég er ljósrauð á litinn og albinóinn lýsir sér þannig að ég þarf að skilgreina hálsinn frá hárröndinni með því að teikna alla aukahlutina á mig sem virðast að öðrum kosti vanta í andlitið.  Ég er samlit í framan og liturinn rennur útí eitt, þar til ég hef teiknað eftirfarandi: 2 stk. augabrúnir (verða oft mislangar og misbreiðar þar sem enginn litur er til að fara eftir) Augnahárin, hvít fyrir möskurun ef það orð má nota. Teikna svo varirnar og þá er ég komin. Flestir koma bara með þessa aukahluti með sér og þurfa aldrei að skilgreina svæðið milli hálss og hárs.

Ég á stóran hóp systkina og erum við eins og mislitur sauðahópur, enginn hefur sama háralit, og enginn hefur sama augnlit, og öll hafa þau fallegan húðlit. Ekki ég, ég verð rauð í sól, svo verð ég ennþá rauðari og svo verð ég aftur fölbleik og enda stundum beislitiðuð í besta falli og þá svæðisskipt (sjá mynd sem gæti vel verið ég eftir sólbað)ye8ia

Ég er fljótfær, seinþroska, hvatvís, brussa sem framkvæmi áður en ég hugsa. Ég á stóran frábæran vinahóp, á öllum aldri, enda þó ég sé á jafnaðaraldri eins og ég kýs að kalla það, (þ.e. á jafnmikið eftir og ég hef lifað fram að þessu) þá er ekki laust við að ég telji mig fyrirbura í þroska og finnst oft að ég hafi fæðst svona 27 árum fyrir tímann. Flestir vina minna koma úr bankageiranum og eru einstaklega skemmtilegt fólk, sem þolir mér seinþroskann og fljótfærnina.

Ég á svo tvö börn og nokkur lánsbörn sem ég skilgreini kannski síðar. Ég er sem sagt  hálfgerður hobbiti eða 164 og hálfur cm með dass af albinóa í mér og þar hafið þið það. Góða helgi!

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku besta... Finnst frabært ad thu sert komin af stad med blogg, fyrsta færslan lofar godu og vid komum til med ad fylgjast med. Ritpultid bidur thin bara afram.. knus til thin fra Kolding.

P.s... er ekki til svolitid mikid ætlast ad madur thurfi ad kunna ad reikna til ad punkta athugasemd vid bloggin thin ??

Erna havaxna (IP-tala skráð) 16.9.2011 kl. 15:46

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það er heldur ekki eðlilegt hvað þú ert ljóshærð krakki. Skammastín. Annars frussaði ég á lyklaborðið og mun senda þér reikninginn fyrir nýju. Hefðir átt að formerkja færsluna með ekki fyrir hjáturmilda.

ARG

Hobbittinn ég og þú

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.9.2011 kl. 17:29

3 Smámynd: www.zordis.com

Þú ert æðibiti   Á meðan þú skrifa þá mála ég sjálfsmynd, ég er ekki bleik þótt ég sé með hár úr túpu er líkist yðar.  Ég verð útitekin en það er litið merkilegra en það. 

Er með vængi oftar en einu sinni í mánuði og hengi þá inn í skáp svona hversdags!

Gangi þér vel að ydda litli ljósberi.

www.zordis.com, 16.9.2011 kl. 17:36

4 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Systir þín á "frussuhelt" lyklaborð, svo haltu bara áfram að kitla taugarnar.  Þið eruð báðar gæddar góðum húmor og lyklaborðsfærni. 

Jenný Stefanía Jensdóttir, 16.9.2011 kl. 18:58

5 identicon

Krúttklessan þín! Hlakka til að fylgjast með!

Andrea Marel (IP-tala skráð) 16.9.2011 kl. 23:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband