Vatnabærinn Xitang í Kína.

Það er nánast ekki hægt að sleppa Xitang ef maður er á slóðum þess, en Xitang er einskonar Feneyjar Kína en það er gamall vatnabær í um 140 km. fjarlægt frá Nantong í héraðinu Zhejiang og er erfitt að rata þangað, nema fyrir heimavana, enda held ég ekki að útlendingar megi eða geti keyrt í Kína, þar sem öll umferðarskiltin eru á kínversku svo ekki auðvelt  fyrir útlendinga að rata. Við keyrðum í gegnum endalausa hrísgrjónaakra að því er virtist og var gaman að sjá fólk bograndi með nauðsynlegu Kínastráhattana sína í sólinni. Leiðin lá í gegnum marga bæi, held ég megi segja sveitabæi, allavega var mikið af sölufólki við veginn að selja ávexti og grænmeti og hef ég aldrei smakkað sætari appelsínur en þarna, en þetta er víst svæði sem er frægt fyrir sætar appelsínur. Milli ávaxtasalanna og búða og verkstæða, héngu svo föt á snúrum út um allt, já heimilisþvottinum skellt á "Laugaveginn" svona bara til þerris. 

23798395_10159786769435624_2031135840_o

Þegar við komum til Xitang á hótelið okkar, þurftum við að kaupa okkur miða eða passa til að komast í sjálfa vatnaborgina, en það er hlið sem enginn sem ekki býr í borginni fer í gegn án miða en þú færð að fara 3 x á kr. 1500.- en getur farið óhindrað fyrir 11 á morgnana og eftir 5 á daginn. Vatnaborgin er mjög gömul og minnir um margt á Feneyjar, það er mikið um túrista þarna, kínverja aðallega, en við sáum þó nokkra evrópubúa.  Þarna eru göturnar mjög þröngar og þú ferð ekki hratt yfir, allt troðið af fólki allstaðar, allar brýr fullar af fólki að taka myndir, en síkin eru græn stundum og mjög falleg en ólíkt Feneyjum er ekki vond lykt þarna enda allt fullt af götusölum með grillaðan mat svo sem  rækjur, endur og sporðdreka og gott ef ég sá ekki köngulær líka, mjög stökkar. (sleppti þeim þó)

Þeir selja mjög falleg kínversk vönduð föt þarna, sem eingöngu eru til sölu þarna og er allt á yfirsprengdu verði en samt ódýrt, nema barirnir sem eru þeir allra flottustu sem ég hef séð, þar sem allt er mjög dýrt fyrir túrista en þeir eru svo framarlega í allri tækni að þú pantar þér bjór og léttvín eða kaffi með símanum og borgar með símanum, og þá færðu þetta á sama verði og gengur og gerist hérna almennt, við borgum hins vegar íslenskt verð nánast.

23825840_10159786770180624_693583475_o

Þar sem ég er með einsdæmum klígjugjörn þá gat ég eiginlega ekki borðað þarna, ég meina hvað ef ein stökksteikt könguló hefði nú óvart ruglast í minn mat, ok segjum bara að ég sé pempía. Borðaði einu sinni annarsstaðar en  á Mc donalds sem var þarna sem betur fer og þá fékk ég mér pizzu og hún smakkaðist eins og gúllassúpa og lét ég það duga sem matarsmakk í Xitang. Bragðlaukarnir þeirra eru mun öðruvísi en okkar, ég meina ísinn er búinn til úr rauðum baunum og smakkast eins og rauðar baunir og Durian ógeðisísinn smakkast eins og ég geti ýmindað mér að skítugir sokkar smakkist.

Sem sagt þetta var æðisleg upplifun, nema matarlega séð en kommon það er alveg rómantískt að sitja úti við síkin og borða ef maður er til í að láta borða sig líka af moskítóflugum, en það var ekki þverfótað fyrir þeim. Eins og ég segi alveg nauðsynlegt að fara þarna vegna fegurðar, vopnaður nesti og moskítósprayi og svona flugnahatti þá er maður góður.

Gusla chinagirl "hálfétin" en sæl kveður að sinni.

 


Sanya ströndin á Hainan

Við fjölskyldan skelltum okkur í frí yfir þjóðatíðarvikuna hérna í Kína til Hainan sem er eyja í um 3. klst flugferð frá Nantong.  Þó ekki sé langt á milli, þá er allt annað loftslag á eyjunni Hainan eða Hitabeltisloftslag og ofboðslega mikill og fallegur gróður þar, mun meira af pálmatrjám og synti maður undir kókospálmum með von í hjarta að fá ekki eina "hnetu" í hausinn. Hitinn er talsvert hærri eða um 3-5 gráður hærri en í Nantong en þar semdownload þetta er eyja þá sleppur það.

Við vorum á Sanya ströndinni á Marriott hóteli við flóa sem heitir Dadongabay og var það frábært val, með stórum herbergjum og stórum svölum, svo litli guttinn gat leikið sér óhindrað með nóg pláss. Þetta er sennilega fallegasti staður á jörðinni sem ég hef komið á alger paradís sjórinn grænn og blár til skiptis og fegurð allstaðar.

Við vorum svo heppin að það voru 3 stórar sundlaugar í garðinum og þar af ein sem var bara 20 cm djúp og var litli gaurinn okkar aðallega þar þegar við vorum úti og gargaði eiginlega af gleði, enda fullt af allskonar dóti á floti og gosbrunnar fyrir litla karla.

Við vorum eins og landafjandar fyrstu 2 dagana eins og íslendingum sæmir, sjá allt og gera allt, skelltum okkur í mall á 2. degi til að skoða það, en það heitir "Golden ananas" og er já gullin ananas, alveg einstaklega flott. Svo fórum við nú að slaka á og njóta þess sem hótelið hafði uppá að bjóða, en þar voru 5 veitingastaðir, Spa, barnasalur og Tropical garður sem náði frá hótelinu á annarri hæð út að fjallinu sem er á bak við hótelið.  Í fjallinu búa villtir friðaðir apar, sem gerðu sig heimakomna af og til, var fólk varað við að hafa svalahurðirnar sínar ekki opnar þ.e. þeir sem sneru að fjallinu þar sem þeir áttu til með að kíkja í heimsókn og hoppa í rúmum og borða snakk og vera með almennan usla bara, rifu og tættu herbergin á skömmum tíma. Þeir eru mjög forvitnir en stórhættulegir, sérstaklega þegar um lítið fólk er að ræða, á kvöldin í þessum Tropical garði var gjarnan grill á kvöldin, en þá voru þeir vomandi yfir svæðinu svo forvitnir og svangir og var heill flokkur að reyna að halda þeim frá og hafa aga yfir þessum apaköttum sem hlupu út um allt ruplandi mat og dóti frá gestum. 

Þetta er yndislegur staður til að hvíla sig algerlega frá öllum ys og þys en það er hávært í Kína, fólkið er eins og það sé allt úr minni fjölskyldu og rúmlega það og þá er nú mikið sagt.

Chinagirl over and out þar til næst!

útsýnið af svölunum okkar


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband