Kína fyrir byrjendur

Við lentum í Kínna um 7 leytið að staðartíma, eftir 16 tíma ferðalag, með stoppi í Frankfurt, þó við værum með lítinn tæplega 2 ára gaur með okkur gekk ferðin frábærlega vel og í 11 tíma flugi frá Frankfurt til Shanghæ var gaurinn til friðs enda með 4 sæti, lagði sig í nokkra klukkutíma og var svo bara eins og viðskiptajöfur á ferðalagi með sín 4 sæti heilan poka af flugvélamat og stuffi fyrir sig einann.  Þegar við lentum tók á móti okkur hvílíkur hiti og raki og falleg rauð sól en það var eins og að stíga inn í gufubað þegar við stigum úr vélinni. Í móttökusalnum beið okkar bílstjóri sem sér um að aka manni dóttur minnar til og frá vinnu, en hann er að byggja olíuborpall rétt utan við Shanghæ. Áætlurnarstaður okkar var Nantong og bílstjórinn var ekkert að slóra get ég sagt, hann keyrði eins og kappakstursgaur og maður þurfti að halda sér í handföngin til að rúlla ekki út úr bílnum, svo talaði hann allan tímann um "sil Andalea and Yo Yo" sem við uppgötvuðum að var sr. Andrea and Giorgio sem er maður dóttur minnar og hans félagi. Íbúðin okkar er frábær á 2 hæðum loftkæld og rúmgóð í 20 hæða blokk og erum við á 9 hæð. Við þurftum að skrá okkur í hús hjá lögreglunni sama dag og við lentum, því annars er maður ólöglegur hérna, svo það var lítið skemmtilegt í hitanum eftir þetta ferðalag og í grenjandi rigningu fórum við með bílstjóranum knáa í það mál, það tók 2 tíma eða svo, ég sofnaði á staðnum. Hérna fyrir utan er allt fullt af matsölustöðum og ég hef aldrei séð jafnmikið af rafmagnsbílum og hjólum svo maður heyrir lítið sem ekkert í bílaumferð hérna, þó ekki sé þverfótað fyrir hjólum og bílum. Þeir leggja allstaðar svo þú gengur ekkert auðveldlega með kerru, enda er það eitthvað fyrirbæri hérna, enda börnin svo lítil að þau hanga bara á forledrum sínum eins og viðhengi, fólk kemur og skoðar kerruna og potar í litla gaurinn okkar alveg óspart og hlær og tekur video af honum, finnst hann sjálfsagt vera fullvaxinn, enda mjög stór m.v. kínversku börnin. Núna er mjög heitt í Nantong um 35 stiga hiti og mikill raki(alls ekki gott fyrir hár sem krullast í raka) og það er best að halda sig inni yfir miðjan daginn. Hérna hef ég ekki enn séð til sólar vegna mengunar og raka, en hitinn er samt alveg nægilegur þó ekki skíni sól á mann líka.  Þetta verður spennandi að uppgötva Kína svona fyrir nýgræðing eins og mig. Hlakka til.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Smá leiðbeiningar... farðu varlega með "krakkana" á veitingastöðum ... mjög líklegt að þeir fái í magann.  Mjölk ersättning er erfitt að fá, mikið um "falsaða" vöru þegar "mjölk ersättning" er annars vegar ... þannig að ef þú gefur þeim littla slíka mjólk, þá er kanski "Callefur" best.  Franska Callefur, er góð "supermarket" ... samt finnst líka "Wallmart".  Alls ekki drekka vatnið úr kananum ... sjóða vatnið fyrir notkun.

Annars er Kína góð upplifun ...

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 16.8.2017 kl. 04:53

2 Smámynd: Guðlaug Björk Baldursdóttir

Takk kærlega fyrir þetta Bjarne, ég hef verið að kaupa þýska mjólk í Auchan, en hef ekki fundið Wallmart hérna í Nantong, er að verða smá uppiskroppa með mat handa þeim litla, þe. hreinan mat. Hann er bara tæplega 2 ára svo við viljum vita hvað hann fær í sinn maga. Takk aftur öll svona tips vel þegin

Guðlaug Björk Baldursdóttir, 16.8.2017 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband