Hvað Virk gerði fyrir mig!

Virk er snilldarstofnun, sem ég var svo lánsöm að frétta af, þegar ég var búin að vera atvinnulaus í einhvern tíma, en ég er ein þeirra heppnu sem hef getað nýtt mér þeirra aðstoð undanfarin ár, en ég hef verið atvinnulaus meira og minna frá 2008, og  það hefur ekki góð áhrif á mann að vera atvinnulaus til lengdar. 

Hjá Virk er hins vegar frábær hópur fólks með mikla reynslu og þekkingu í að byggja upp brotið fólk, en maður brotnar óhjákvæmilega bara við það eitt að missa vinnuna, þó svo maður viti ekki framhaldið, sem er einskonar rússíbanareið í leiðindum er maður fer að hætta að standa í skilum og hefur ekki kost á því að standa við þær skuldbindingar sem maður gerði á tímum, er maður hafði laun og heilsu. En heilsan er nú ekki sjálfgefin, því eftir langvarandi óvissu og kvíða, þá gefur sig eitt og annað í líkamanum.

Fyrst eftir atvinnumissinn leit ég nú bara á það sem kærkomið frí, enda aldrei fengið svona langt launað frí og alltaf unnið miklu meira en bara 100% vinnu, þannig að ég var bara sátt.  Ég skellti mér í langþráð nám og ætlaði svo bara að sigra heiminn með nýja þekkingu að vopni.

Lífið var nú ekki svo einfalt, eftir leit að vinnu í heilt ár, þá fer sjálfsmatið að brotna og kvíðinn að taka völdin, þar sem ég hef verið skilvís fram að þessum harmleik sem ég kýs að kalla það að missa vinnuna og umslögin frá Motus og Intrum streymdu inn um lúguna, var staðan orðin þannig að ég þorði ekki að opna póstinn, og þá varð ég nú að gera eitthvað.  Ég fór til þeirra í Virk og var strax send á sjálfstyrkingarnámskeið. Send í Kvíðameðferðarmiðstöðina  KMShttp://www.kms.is/ og fór ég þar í viðtöl hjá Helenu Jónsdóttur sem ásamt Kristbjörgu Leifsdóttur  hjá Virk hafa algerlega bjargað lífi mínu,með þeim hætti að vera mínar stoð og styttur og hamrað á því við mig að ég kom mér ekki í þessa aðstöðu sjálf og þannig slegið á samviskubitið sem mann nagar, því jú þegar vinir og fjölskylda hafa skrifað uppá ábyrgðir fyrir mann og ég ekki í samningastöðu vegna lágra launa. Gott að heyra frá öðrum að ég sé ekki með einbeittan brotavilja gagnvart lánadrottnum og ég hafi ekki stjórn á þessum aðstæðum sem ég er í núna, heldur séu þær tilkomnar vegna stöðu í þjóðfélaginu og ekkert sem ég get gert, nema að hugsa um framtíðina og reyna að koma mér á þann stað í lífinu að ég óttist ekki nýjan dag.

Hef náð að bjarga bílnum mínum úr klóm tryggingarfélagsins, en ég skuldaði tæplega 10% af upphaflegu skuldabréfi sem á honum hvíldi og fékk að kaupa hann af tryggingarfélaginu á verði eftirstöðva bréfsins.  Svo þar var mér létt á alla vega bílinn minn gamla og góða. Svo er að finna út hvað er til ráða er íbúðin fer á uppboð, en það er alla vega seinni tíma vandamál og það hef ég lært að vera ekki að velta mér upp úr einhverju sem ég ekki fæ breytt...leita frekar af leiguíbúð með vetrinum. 

Þetta hafa þær hjálpað mér að gera, með því að einangra vandann og halda utan um það sem ég fæ breytt, sleppa hinu og nú er ég búin að fá fyrri krafta og heilsu og stend styrkum fótum við atvinnuleit, enda í góðum höndum hjá Virk. 

Vil benda fólki í sömu stöðu og ég að gefast ekki upp, heldur bara fá hjálp. Tala við fólkið í Virk, sem er að vinna í þessum málum alla daga. Ég er alla vega á betri stað í dag, en þegar ég byrjaði hjá Virk og vil þakka þeim stuðninginn, og skilninginn á stöðu minni og met að þær sleppa ekki af mér hendinni strax.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flott grein hjá þér Gulla mín og yndislegt vita að Virk er að virka ;)

Þú ert FRÁBÆR !!!

Ella (IP-tala skráð) 17.9.2013 kl. 14:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband