Byrjendamistök í Kína

Ég er að byrja að fóta mig hérna í Kína, margt öðruvísi og sérstaklega stafirnir hérna og verst að flestir matsölustaðir eru bara með matseðil á kínversku. Þannig var það í gær að við fórum á stað sem var með mjög girnilegan mat að sjá og við fórum inn og allt fullt af þjónustufólki í kringum okkur svona uþb.7 manns, en enginn þeirra talaði ensku svo það var mjög erfitt að panta vatn venjulegt vatn, þrátt fyrir listilega teikningu af vatni í flösku af minni hálfu fengum við volgt vatn í stáldollum, stórar flöskur af bjór og fullt fat af froskalöppum í hvítlauk, chili og engifer og smá lauk til að deyfa sterka bragðið, held ég hafi talið 20 hvítlauksrif. Þetta var allt í lagi á bragðið smá sterkt, þannig að stóri bjórinn kom sér vel, ekkert var nú vatnið hvort sem var.

þegar við komum út sáum við að það voru alla vega 2 styttur af froskum í súpermannbúningi fyrir utan staðinn og Mikka mús eyrun sem starfsfólkið var með hafa sennilega átt að vera froskaeyru, en þegar maður eru þreyttur og svangur tekur maður ekki eftir slíkum viðvörunum. Alla vega þá er ég búin að borða slatta af froskalöppum í Kína.

Kvöldmaturinn var líka mislukkaður í alla staði, en við keyptum súpu sem leit mjög vel út í pottinum hjá konunni hérna á horninu sem talar ensku, skilur kannski ekki allt, en talar smá. Þegar heim kom með súpuna þá var þetta sjávarréttatómatsúpa með heilum uggum og beinum og smokkfiski. Soðið var ágætt en ég sleppti uggunum og draslinu sem var í súpunni, með þessu borðuðum við "Vongole" klatta og innbakaðar sardínur eða einhverskonar fiskadínur litlar voru þær alla vega. Ég endaði kvöldið á því að panta mér frappucchino á Starbucs og fékk passiondrykk með graskeri og mango. Ég ætla að finna mér app sem þýðir frá ensku yfir á kínversku, nenni þessu rugli ekki meira.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ertu að setjast að í Kína eða bara á ferðalagi?

Bergur Ísleifsson (IP-tala skráð) 19.8.2017 kl. 14:53

2 Smámynd: Guðlaug Björk Baldursdóttir

 Bergur ég ætla að vera hérna fram á vetur eða til loka nóvember svo ég þarf að finna út allskonar hluti, erum með tæpl. 2 ára gutta, svo mikið nauðsynlegt að finna út úr hlutunum.

Guðlaug Björk Baldursdóttir, 20.8.2017 kl. 06:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband