Nitra í Slóvakíu

Ég heimsótti Nitra í haust og tók næturflugið til Vínar og rútu frá Vín til Bratislava höfuðborg Slóvakíu og svo þaðan rúti til Nitra, sem er lítill bær, með um 80.000 íbúum. Fæstir þeirra tala ensku svo erfitt er að gera sig skiljanlega. Það eimir talsvert eftir af gamla tímanum í Nitra, ennþá svona eins og þeir séu með allar áhyggjur heimsins á herðum og fólk brosir helst ekki. Barir eru gjarnan niðurgrafnir undir borginni og engir gluggar og hægt að labba undir sennilega hálfa borgina. Ég fór þó ekki í nánari skoðun á börum, en það var bannað að spila músík opinberlega áður en austantjaldið féll og þeir halda sig við það ennþá. Bannað er að spila músík á kvöldin á almannafæri og það skýrir þessa bari sem eru neðanjarðar. Þar má spila músík. Að reyna að fá þjón til að afgreiða sig sem útlending í Nitra er ekki auðvelt, þú getur sest og svo koma þarlendir gestir á eftir þér, þeir fá matseðla og þeir fá mat og þeir fá að borga og enn bíður þú eftir að einhver dragi stutta stráið og verði sendur á "útlendingaborðið" og alltaf er það happa og glappa hvað þú færð að borða, þeir hafa matseðla á ensku, en skilja ekki sjálfir hvað á þeim stendur svo ef þeir fara línuvillt þá færðu bara slóvneska steik eða eitthvað. Maður pantar kannski hvítvínsglas og eitt rauðvínsglas og þjónninn segir brosandi Droubska one white wine and one white wine droubska??? No one white wine and one red wine.. aaa Ano Prosim, droubska droubska one white wine and one white wine....Yes yes akkúrat það sem við vildum fáum bara eitt hvítvín og svo bara annað hvítvínsglas, bara bæði betra, "Vdka" já já takk er Vdka og hljómar eins og vodka á slóvönsku. Tengdasonur minn vinnur um 40 km frá Nitra við að byggja kjarnorkuver, við ræturnar á hlíðinni sem kjarnorkuverið Mochovce liggur er lítill bær og á öllum götuhornum eru stórir póstar með risahátölurum, sem tilkynna bæjarbúum ef leki verður í verinu. Ég er ekki viss um að mér fyndist það nægilegt öryggi, enda skil ég ekki að byggja kjarnorkuver svona nærri byggðum. Ekki er hægt að fara til Slóvakíu án þess að fá sér önd eða gæs, en þeir eru með mikið úrval af fuglum þarna og er sá matur eins og reyndar allur matur á spottprís eða undir 500 krónum andarbringur í búð og heil önd vel undir 1000 krónum. Flestir matstaðir bjóða uppá önd og er það vel þess virði að prufa það í landi þeirra Slóvaka.

Ég segi bara "vdka" og Zbohom (bless, já mjög auðvelt mál)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband