EM/ Ítalía gegn Belgíu leikurinn skoðaður í Pula

Við erum á leið á torgið í Pula að horfa á leikinn í kvöld þar sem Ítalía keppir á móti Belgum. Það er deyfð yfir öllu og allar verslanir virðast vera lokaðar. Klukkan er bara um 8 leytið og klukkustund í að leikurinn hefjist, en við eigum pantað borð á torginu, þar sem risaskjáir gnæfa yfir öllu og eru víða eða allstaðar þar sem borð og stólar eru þar er skjár.

Ég spurði af hverju allt væri lokað og fékk svarið að sjálfsögðu ætluðu allir að horfa á leikinn og þess vegna lokuðu þeir snemma. Ég ætlaði nú bara að koma við í apótekinu á leið í baæinn, alltaf gott að eiga smá Ibufen í farteskinu, en þeir voru búnir að loka og höfðu reyndar skrifa á hurðina: Lokað í bili komum aftur! já gott að vita að þeir komi aftur en verður það í dag eða í vikunni? 

Þegar á aðaltorgið í bænum er komið er allt að verða fullt fyrir framan risaskjáinn, en þar hefur verið komið fyrir allmörgum stólaröðum til að allir sjái nú sem best.

Við eigum borð og setjumst og leikurinn fer rólega af stað. Pöntum okkur mat, en nýjasti uppáhaldsrétturinn minn er medium rare steikt kálfakjöt með Parmesan og ruccola. Alveg frábær matur og panta ég hann við öll tækifæri sem ég get. 

Þegar 1. markið kemur verður eins og sprenging eigi sér stað í litla friðsæla bænum Pula, það standa allir upp og garga eins og óðir væru, hvílík stemming, held ekki að hægt sé að upplifa svona stemmingu, nema vera í Frakklandi auðvitað. Hef upplifað svona stemmingu áður í Positano, þegar Ítalía var að keppa og skoruðu mark og allur bærinn trylltist. Nú  svo kom siðara markið og þakið lyftist af torginu eða réttara sagt trén fuku nánast upp vegna látanna í fólkinu það var sigur í loftinu og allir í stemmingu, barþjónninn okkar bauð uppá líkjör og ég pantaði Crema di limonchello, en það var uppselt enda staðurinn alveg pakkfullur, fékk þá kalt Irish coffee og já "muna að panta það ekki aftur" og þegar ég skilaði því þá sagði þjónninn you ask for Ice coffe you get icecoffee.... ok sorry...I don´t ask for Ice coffee again...en svo er Ísland og Portugal að keppa á morgun og þegar við löbbuðum heim eftir leikinn í kvöld með litla manninn okkar í kerrunni, þá stoppuðu 2 konur okkur ( en ekkert þykir sjálfsagðara en að stoppa fólk með börn og fá að kyssa fætur þeirra, það boðar víst gæfu) og spurðu þær hvaðan við værum og þegar við sögðumst vera frá Íslandi nú jú jú  þær ætla að fara á torgið og halda með Íslandi, það minnsta sem þær geta gert sögðu þær eftir að hafa kysst fæturnar á barnabarni mínu. Áfram Ísland!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband