Brúðkaupsundirbúningur í suðrinu taka 2.

Hérna á Sardeníu gengur allt mjög hægt fyrir sig og er það vægt til orða tekið. Titringur er komin í væntanleg brúðarhjón, þar sem ekki er allt komið á hreint varðandi brúðkaupið enda allir sem að málinu koma gáttaðir á þessum "rebel" brúðahjónum, að hafa bara hálft ár í giftingu. Hérna er fólk að undirbúa brúðkaup í nokkur ár, þeir eru gamaldags og hefðirnar halda sér. Kakan var smökkuð um daginn og þau sátt með hana. Já já gott mál sagði bakarinn hérna í Pula en þið þurfið að smakka 4 tegundir til viðbótar en þar sem þið eruð svo sein í þessu, þá fáið þið bara allar tegundirnar saman, komið annað kvöld og sækið þær. 4 minibrúðkaupstertur komu svo í stærðarinnar kassa. Þær voru allar góðar, allar svipaðar, en með þeim fylgdu innihaldslýsingar svo auðveldara væri að velja og jú það voru svona 3 ferðir farnar til að afhenda miðana með nöfnum á kökunum, en hann var með lokað eða með eitthvað gamalmenni í búðinni sem varla gat talað, hugsa að hún hljóti að hafa verið 104 ára+ örugglega langamma bakarans og hún neitaði að taka við miðunum.

Nú það þurfti að gera tilraunarblómaskreytingu líka. Það tók tíma, konan í búðinni var svo gáttuð á að þau vildu hafa rósir sem ilma ekki, en dóttir mín er með hrikalegt ofnæmi fyrir öllu slíku. Þá þurfti að tína út eitt og eitt blóm til að allir væru sáttir, þetta tók um 5 ferðir í blómabúðina, þurfti að ræða málin og svona og svo var farið með blómvöndinn á hótelið til að máta. Jú allt passaði bara svona líka glimrandi fínt. 

Þá er komið að hringagaurnum, 2 virkir dagar í brúðkaup og þeir ekki tilbúnir, en hann segir að sínir aðstoðamenn, séu bara svo vandvirkir og þau megi koma að máta á mánudaginn. Ef þeir eru ekki passlegir spurðu brúðhjónin tilvonandi smá hrædd? Nú þá græjum við það bara svaraði hringagaurinn, en það getur tekið tíma. Ha? kemur á óvart þau pöntuðu hringana fyrir 5 vikum, en kærastan hans var veik og hann bara var uppá spítala hjá henni, setti skilti og allt í gluggann um það, svo ekkert við því að gera. Held að við ætlum að fara að skoða "Neyðarhringa" á eftir.

Svona ganga þessir litlu hlutir fyrir sig, það þarf að mæta á staðinn, þar sem unga parið er að brjóta allar Sardenískar hefðir varðandi brúðkaupið og þá þarf nú að skýra mál sitt vel. Hérna er t.d. hefð "reglugerð" fyrir því að vígsluvottarnir í brúuðkaupinu eiga að borga hringana hvað svo sem þeir kosta (veit ekki með neyðarhringana) en með því að taka á þig þá ábyrgð að vera vígsluvottur þá kaupir þú hringana. Já og ég er vígsluvottur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband